Fótbolti

Salah á skotskónum og Egyptaland komið áfram

Salah í leik fyrr í mótinu.
Salah í leik fyrr í mótinu. vísir/getty
Egyptaland er komið áfram í 16-liða úrslit Afríkukeppninnar eftir að liðið vann 2-0 sigur á Kongó í annarri umferð keppninnar í dag.

Ahmed El Mohamady, leikmaður Aston Villa, kom Egyptalandi yfir á 25. mínútu áður en Mohamed Salah tvöfaldaði forystuna á 43. mínútu. Lokatölur 2-0.

Fyrr í dag gerðu Úganda og Simbabe 1-1 jafntefli í sama riðli en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Egyptaland er með sex stig, Úganda fjögur, Simbabe eitt en Kongó er enn án stiga. Egyptaland er því komið áfram.

Egyptaland spilar síðasta leikinn í riðlinum gegn Egyptalandi á sunnudaginn en liðið er á heimavelli í keppninni þetta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×