Fótbolti

Salah á skotskónum og Egyptaland komið áfram

Salah í leik fyrr í mótinu.
Salah í leik fyrr í mótinu. vísir/getty

Egyptaland er komið áfram í 16-liða úrslit Afríkukeppninnar eftir að liðið vann 2-0 sigur á Kongó í annarri umferð keppninnar í dag.

Ahmed El Mohamady, leikmaður Aston Villa, kom Egyptalandi yfir á 25. mínútu áður en Mohamed Salah tvöfaldaði forystuna á 43. mínútu. Lokatölur 2-0.

Fyrr í dag gerðu Úganda og Simbabe 1-1 jafntefli í sama riðli en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Egyptaland er með sex stig, Úganda fjögur, Simbabe eitt en Kongó er enn án stiga. Egyptaland er því komið áfram.

Egyptaland spilar síðasta leikinn í riðlinum gegn Egyptalandi á sunnudaginn en liðið er á heimavelli í keppninni þetta árið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.