Fótbolti

Rooney skoraði frá eigin vallarhelmingi | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spyrnugetan er enn í fínu lagi hjá Rooney.
Spyrnugetan er enn í fínu lagi hjá Rooney. vísir/getty

Wayne Rooney heldur áfram að gera grín að MLS-deildinni með því að skora fáranlega falleg mörk. Markið í nótt var einkar glæsilegt.

Það kom eftir aðeins tíu mínútna leik hjá DC United og Orlando. Rooney fær boltann nokkrum metrum fyrir aftan miðju. Hann sér að markvörðurinn hafði stigið langt út úr markinu og lét því vaða í fyrsta. Ofboðslega huggulega gert.Þetta reyndist svo vera eina mark leiksins og var það einkar vel við hæfi.

Rooney reif DC United upp úr botnsæti í úrslitakeppnina í fyrra og nú situr liðið í þriðja sæti Austurdeildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.