Enski boltinn

Vondur dagur í enskri knattspyrnusögu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Okkar menn fagna eftir að flautað var af í Hreiðrinu fyrir þrem árum síðan.
Okkar menn fagna eftir að flautað var af í Hreiðrinu fyrir þrem árum síðan. vísir/getty
Enska kvennalandsliðið spilar mikilvægan leik á HM í kvöld og reynir að bæta fyrir slæm úrslit karlaliðsins á þessum degi í gegnum tíðina. Það eru til að mynda þrjú ár í dag síðan Ísland skellti Englendingum í Nice.

Þá skoruðu þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson fyrir Ísland eftir að Wayne Rooney hafði komið Englandi yfir með marki úr vítaspyrnu.

Það eru svo níu ár í dag síðan Þýskaland henti Englendingum úr keppni á HM 2010 í frægum leik þar sem umræðan um marklínutækni vaknaði af alvöru. Skot Frank Lampard fór augljóslega inn fyrir línuna en markið fékk ekki að standa.

Þýskaland vann svo leikinn, 4-1, með mörkum frá Thomas Müller (2), Lukas Podolski og Miroslav Klose. Matthew Upson skoraði mark Englands í leiknum.

Nú er spurning hvort saga kvennaboltans á Englandi verði jafn ömurleg á þessum degi en England og Noregur mætast í átta liða úrslitum á HM kvenna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×