Enski boltinn

Vondur dagur í enskri knattspyrnusögu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Okkar menn fagna eftir að flautað var af í Hreiðrinu fyrir þrem árum síðan.
Okkar menn fagna eftir að flautað var af í Hreiðrinu fyrir þrem árum síðan. vísir/getty

Enska kvennalandsliðið spilar mikilvægan leik á HM í kvöld og reynir að bæta fyrir slæm úrslit karlaliðsins á þessum degi í gegnum tíðina. Það eru til að mynda þrjú ár í dag síðan Ísland skellti Englendingum í Nice.

Þá skoruðu þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson fyrir Ísland eftir að Wayne Rooney hafði komið Englandi yfir með marki úr vítaspyrnu.

Það eru svo níu ár í dag síðan Þýskaland henti Englendingum úr keppni á HM 2010 í frægum leik þar sem umræðan um marklínutækni vaknaði af alvöru. Skot Frank Lampard fór augljóslega inn fyrir línuna en markið fékk ekki að standa.

Þýskaland vann svo leikinn, 4-1, með mörkum frá Thomas Müller (2), Lukas Podolski og Miroslav Klose. Matthew Upson skoraði mark Englands í leiknum.

Nú er spurning hvort saga kvennaboltans á Englandi verði jafn ömurleg á þessum degi en England og Noregur mætast í átta liða úrslitum á HM kvenna í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.