Terry: Fullkominn tími fyrir Frank Lampard að fara aftur heim til Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2019 10:30 John Terry og Frank Lampard fagna saman með Englandsbikarinn árið 2006 og við hlið þeirra er góðvinur þeirra Eiður Smári Guðjohnsen. Getty/Gareth Cattermole John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea, er himinlifandi með fréttirnar af því að góðvinur hans og fyrrum liðsfélagi, Frank Lampard, sé líklega næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Hinn 41 árs gamli Frank Lampard er núverandi knattspyrnustjóri Derby County en forráðamenn Derby hafa gefið honum leyfi til að tala við Chelsea. Chelsea er að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Maurizio Sarri yfirgaf Stamford Bridge og tók við ítalska félaginu Juventus. „Þetta er fullkominn tími fyrir bæði hann og félagið,“ sagði John Terry í viðtali við Daily Mail. John Terry lék með Chelsea frá 1998 til 2017 en Lampard kom til félagsins árið 2001 og lék með því til 2014. „Lamps er goðsögn og nú er rétti tíminn fyrir hann til að koma heim,“ sagði Terry.“Lamps is a legend and now is the right time for him to come home.”https://t.co/DX5EDmaA2G — talkSPORT (@talkSPORT) June 26, 2019 John Terry er í dag aðstoðarknattspyrnustjóri Dean Smith hjá Aston Villa en nýlokið tímabil var það fyrsta hjá honum eftir að Terry setti knattspyrnuskóna upp á hillu. John Terry er viss um að Lampard sé sérstaklega góður kostur fyrir Chelsea nú þegar félagið er í félagsskiptabanni og getur ekki keypt nýja leikmenn. „Með því að hafa Frank í brúnni þá fá ungir leikmenn félagsins alvöru trú á það að þeir eigi möguleika á að vinna sig inn í aðalliðið hjá Chelsea,“ sagði Terry. Frank Lampard kom Derby County alla leið í umspil um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili en liðið tapaði fyrir Aston Villa í úrslitaleiknum á Wembley.The best option for Chelsea? John Terry has his say:https://t.co/CLwBs29xQE — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019„Eftir þetta tímabil hans með Derby og sú staðreynd að Chelsea sé í félagsskiptabanni gerir það að verkum að enginn annar er betri í þetta starf en Frank,“ sagði Terry. John Terry og Frank Lampard léku saman í fjórtán ár hjá Chelsea og unnu saman þrettán titla með félaginu þar á meðal ensku deildina þrisvar, enska bikarinn fjórum sinnum, enska deildabikarinn tvisvar, Meistaradeildina árið 2012 og loks Evrópudeildina 2013 sem var þeirra síðasti titill Terry og Lampard saman með Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea, er himinlifandi með fréttirnar af því að góðvinur hans og fyrrum liðsfélagi, Frank Lampard, sé líklega næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Hinn 41 árs gamli Frank Lampard er núverandi knattspyrnustjóri Derby County en forráðamenn Derby hafa gefið honum leyfi til að tala við Chelsea. Chelsea er að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Maurizio Sarri yfirgaf Stamford Bridge og tók við ítalska félaginu Juventus. „Þetta er fullkominn tími fyrir bæði hann og félagið,“ sagði John Terry í viðtali við Daily Mail. John Terry lék með Chelsea frá 1998 til 2017 en Lampard kom til félagsins árið 2001 og lék með því til 2014. „Lamps er goðsögn og nú er rétti tíminn fyrir hann til að koma heim,“ sagði Terry.“Lamps is a legend and now is the right time for him to come home.”https://t.co/DX5EDmaA2G — talkSPORT (@talkSPORT) June 26, 2019 John Terry er í dag aðstoðarknattspyrnustjóri Dean Smith hjá Aston Villa en nýlokið tímabil var það fyrsta hjá honum eftir að Terry setti knattspyrnuskóna upp á hillu. John Terry er viss um að Lampard sé sérstaklega góður kostur fyrir Chelsea nú þegar félagið er í félagsskiptabanni og getur ekki keypt nýja leikmenn. „Með því að hafa Frank í brúnni þá fá ungir leikmenn félagsins alvöru trú á það að þeir eigi möguleika á að vinna sig inn í aðalliðið hjá Chelsea,“ sagði Terry. Frank Lampard kom Derby County alla leið í umspil um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili en liðið tapaði fyrir Aston Villa í úrslitaleiknum á Wembley.The best option for Chelsea? John Terry has his say:https://t.co/CLwBs29xQE — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019„Eftir þetta tímabil hans með Derby og sú staðreynd að Chelsea sé í félagsskiptabanni gerir það að verkum að enginn annar er betri í þetta starf en Frank,“ sagði Terry. John Terry og Frank Lampard léku saman í fjórtán ár hjá Chelsea og unnu saman þrettán titla með félaginu þar á meðal ensku deildina þrisvar, enska bikarinn fjórum sinnum, enska deildabikarinn tvisvar, Meistaradeildina árið 2012 og loks Evrópudeildina 2013 sem var þeirra síðasti titill Terry og Lampard saman með Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira