Ekki ólöglegt fyrir flokka að hagræða kjördæmamörkum sér í vil Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 14:55 Fólk bíður dóma Hæstaréttar Bandaríkjanna með óþreyju fyrir utan dómhúsið í Washington-borg í dag. Vísir/EPA Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm í dag um að það stangist ekki á við stjórnarskrá að stjórnmálamenn hagræði kjördæmamörkum fyrir kosningar til að gagnast þeirra eigin flokki. Íhaldsmenn í réttinum stóðu að dómnum en frjálslyndu dómararnir skiluðu minnihlutaáliti á móti. Deilur um hvernig kjördæmamörk eru dregin upp fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og ríkisþinga hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarin ár. Bæði repúblikanar og demókratar hafa nýtt sér meirihluta á ríkisþingum til þess að draga upp ný kjördæmamörk sem eru hönnuð til að auðvelda flokkunum að ná kjöri. Hæstiréttur tók tvö slík mál fyrir í dag og komst að þeirri niðurstöðu að alríkisdómstólar hefðu ekkert með það að gera hvernig ríkisþingin ákveða kjördæmamörk eða taka fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum þar. Það stangist ekki á við stjórnarskrá Bandaríkjanna að hanna þau til að þau gagnist sérstaklega einstökum stjórnmálaflokkum. Fimm íhaldsmenn í dómnum undir fyrstu John Roberts, forseta hæstaréttarins, komust að þeirri niðurstöðu að stofnendur Bandaríkjanna hefðu gert ráð fyrir að pólitík hefði áhrif á kjördæmamörk þegar þeir fólu ríkisþingum að draga þau upp. Elena Kagan skrifaði minnihlutaálit frjálslyndu dómaranna. „Í fyrsta skipti í sögunni hefur þessi dómstóll neitað að leiðrétta stjórnarskrárbrot vegna þess að hann telur verkefnið hafið yfir lögfræðilega getu sína,“ skrifaði Kagan.„Betra að kjósa repúblikana en demókrata“ Eitt málanna sem hæstirétturinn tók afstöðu til var frá Norður-Karólínu þar sem fylgi flokkanna tveggja hefur verið jafnt. Þar viðurkenndi David Lewis, fulltrúi repúblikana í nefnd sem dró upp ný kjördæmamörk, að hann hefði gert það til að gagnast flokki sínum sem mest. „Ég held að það að kjósa repúblikana sé betra en að kjósa demókrata. Þannig að ég dró upp þetta kort til að hjálpa til við að stuðla að því sem ég tel betra fyrir landið,“ sagði Lewis. Markmið hans væri að repúblikanar fengju tíu þingmenn gegn þremur þingmönnum demókrata en aðeins vegna þess að hann taldi ekki fræðilega mögulegt að repúblikanar gætu fengið ellefu þingmenn gegn tveimur. Þegar kosið var eftir nýju kjördæmamörkunum fengu repúblikanar 53% atkvæða í ríkinu en unnu sigur í tíu af þrettán kjördæmum, 77% kjördæmanna. Í Maryland voru demókratar á ríkisþinginu sakaðir um að hafa breytt kjördæmamörkum til að tryggja sér þingsæti í kjördæmi þar sem repúblikani hafði unnið sigur. Ríkisdómstólar í einstökum ríkjum hafa fellt úr gildi kjördæmamörk sem þeir töldu stangast á við stjórnarskrá ríkjanna, þar á meðal í Ohio og Michigan. Sums staðar hafa ríki ákveðið að færa valdið til að ákveða kjördæmamörk úr höndum stjórnmálamanna og skipað sérstakar nefndir til þess.Frétt Washington PostFrétt New York Times Bandaríkin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm í dag um að það stangist ekki á við stjórnarskrá að stjórnmálamenn hagræði kjördæmamörkum fyrir kosningar til að gagnast þeirra eigin flokki. Íhaldsmenn í réttinum stóðu að dómnum en frjálslyndu dómararnir skiluðu minnihlutaáliti á móti. Deilur um hvernig kjördæmamörk eru dregin upp fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og ríkisþinga hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarin ár. Bæði repúblikanar og demókratar hafa nýtt sér meirihluta á ríkisþingum til þess að draga upp ný kjördæmamörk sem eru hönnuð til að auðvelda flokkunum að ná kjöri. Hæstiréttur tók tvö slík mál fyrir í dag og komst að þeirri niðurstöðu að alríkisdómstólar hefðu ekkert með það að gera hvernig ríkisþingin ákveða kjördæmamörk eða taka fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum þar. Það stangist ekki á við stjórnarskrá Bandaríkjanna að hanna þau til að þau gagnist sérstaklega einstökum stjórnmálaflokkum. Fimm íhaldsmenn í dómnum undir fyrstu John Roberts, forseta hæstaréttarins, komust að þeirri niðurstöðu að stofnendur Bandaríkjanna hefðu gert ráð fyrir að pólitík hefði áhrif á kjördæmamörk þegar þeir fólu ríkisþingum að draga þau upp. Elena Kagan skrifaði minnihlutaálit frjálslyndu dómaranna. „Í fyrsta skipti í sögunni hefur þessi dómstóll neitað að leiðrétta stjórnarskrárbrot vegna þess að hann telur verkefnið hafið yfir lögfræðilega getu sína,“ skrifaði Kagan.„Betra að kjósa repúblikana en demókrata“ Eitt málanna sem hæstirétturinn tók afstöðu til var frá Norður-Karólínu þar sem fylgi flokkanna tveggja hefur verið jafnt. Þar viðurkenndi David Lewis, fulltrúi repúblikana í nefnd sem dró upp ný kjördæmamörk, að hann hefði gert það til að gagnast flokki sínum sem mest. „Ég held að það að kjósa repúblikana sé betra en að kjósa demókrata. Þannig að ég dró upp þetta kort til að hjálpa til við að stuðla að því sem ég tel betra fyrir landið,“ sagði Lewis. Markmið hans væri að repúblikanar fengju tíu þingmenn gegn þremur þingmönnum demókrata en aðeins vegna þess að hann taldi ekki fræðilega mögulegt að repúblikanar gætu fengið ellefu þingmenn gegn tveimur. Þegar kosið var eftir nýju kjördæmamörkunum fengu repúblikanar 53% atkvæða í ríkinu en unnu sigur í tíu af þrettán kjördæmum, 77% kjördæmanna. Í Maryland voru demókratar á ríkisþinginu sakaðir um að hafa breytt kjördæmamörkum til að tryggja sér þingsæti í kjördæmi þar sem repúblikani hafði unnið sigur. Ríkisdómstólar í einstökum ríkjum hafa fellt úr gildi kjördæmamörk sem þeir töldu stangast á við stjórnarskrá ríkjanna, þar á meðal í Ohio og Michigan. Sums staðar hafa ríki ákveðið að færa valdið til að ákveða kjördæmamörk úr höndum stjórnmálamanna og skipað sérstakar nefndir til þess.Frétt Washington PostFrétt New York Times
Bandaríkin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira