Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Félags- og barnamálaráðherra segir til greina koma að fækka eða leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Nýtt upplýsingakerfi um velferð barna á að tryggja skilvirkari viðbrögð vegna ofbeldisbrota gegn börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30, og rætt við ráðherra sem segir nýlegar upplýsingar um að sextán prósent barna hér á landi verði fyrir ofbeldi hafa komið stjórnvöldum á óvart.

Einnig verður fjallað áfram um Airbnb og áhrif á fasteignamarkaðinn en með auknu eftirliti og reglugerðum í kringum heimagistingu hefur færst líf í fasteignamarkaðinn þegar kemur að litlum íbúðum.

Greint verður frá kappræðum frambjóðenda bandaríska Demókrataflokksins, heyrt í forsætisráðherra sem ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag og kíkt á útsölur sem hófust í verslunum í dag.

Þetta og margt fleira í þéttum fréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×