Ólafur: Getum ekki búist við gjafaborði á mánudaginn Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. júní 2019 21:34 Ólafur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel þór Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með stórsigur sinna manna á Grindavík, 7-1, í kvöld. Með sigrinum er FH komið í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Óli sagði að hugarfar manna og grunnatriðin gert mikið fyrir liðið í kvöld. „Hugarfarið sem við komum með inn í leikinn. Við komum inn í leikinn af krafti, fórum í pressuna, fórum í návígin og fórum nálægt þeim. Spiluðum beinskeytt og það voru þessi grunnatriði sem opnuðu leikinn fyrir okkur.” „Síðan skorum við úr færunum og auðvitað hefur það áhrif þegar þeir missa mann útaf með rautt spjald.“ Óli gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu en hann sagði það vera vegna þess að hann þurfti að fá ákveðin svör. Hann sagðist ekki hafa neinn óskamótherja í bikarnum en hann vildi fá heimaleik. Hann sagði það skiljanlegt að leikurinn skyldi detta niður og róast aðeins í síðari hálfleik þegar leikurinn var nánast búinn í hálfleik. „Jú, það má segja það. Þeir þurftu að verjast og forðast stærri skell en við héldum áfram og reyndum. Við höfðum þörf fyrir það að spila fullan leik og mér fannst liðið gera það vel.“ Óli var mjög sáttur við framlag Davíðs Þórs Viðarssonar sem náði að spila 90 mínútur í kvöld en hann hefur glímt við meiðsli í sumar en Guðmann Þórisson þurfti að ljúka leik eftir 45 mínútur í kvöld. „Við vorum að íhuga að taka hann útaf en þurftum að taka aðra útaf í staðinn en hann gerði þetta prýðilega í kvöld og hann fékk loksins 90 mínútur. Guðmann stífnaði upp og þess vegna tókum við hann útaf í hálfleik.“ Hann sagði að lokum að þeir megi búast við töluvert erfiðari leik næstkomandi mánudag en FH mætir þá aftur Grindavík en í þetta skiptið í deildinni. „Já, ég held að það sé alveg klárt mál. Það verður allt annar leikur og það svíður að tapa og við verðum að núllstilla og við getum ekki búist við einhverju gjafaborði þar,“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 7-1 Grindavík │Stórsigur FH-inga FH vann stórsigur á Grindavík! Þeir brutu ísinn á 20.mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning! 7-1 varð lokastaðan. 27. júní 2019 21:45 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með stórsigur sinna manna á Grindavík, 7-1, í kvöld. Með sigrinum er FH komið í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Óli sagði að hugarfar manna og grunnatriðin gert mikið fyrir liðið í kvöld. „Hugarfarið sem við komum með inn í leikinn. Við komum inn í leikinn af krafti, fórum í pressuna, fórum í návígin og fórum nálægt þeim. Spiluðum beinskeytt og það voru þessi grunnatriði sem opnuðu leikinn fyrir okkur.” „Síðan skorum við úr færunum og auðvitað hefur það áhrif þegar þeir missa mann útaf með rautt spjald.“ Óli gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu en hann sagði það vera vegna þess að hann þurfti að fá ákveðin svör. Hann sagðist ekki hafa neinn óskamótherja í bikarnum en hann vildi fá heimaleik. Hann sagði það skiljanlegt að leikurinn skyldi detta niður og róast aðeins í síðari hálfleik þegar leikurinn var nánast búinn í hálfleik. „Jú, það má segja það. Þeir þurftu að verjast og forðast stærri skell en við héldum áfram og reyndum. Við höfðum þörf fyrir það að spila fullan leik og mér fannst liðið gera það vel.“ Óli var mjög sáttur við framlag Davíðs Þórs Viðarssonar sem náði að spila 90 mínútur í kvöld en hann hefur glímt við meiðsli í sumar en Guðmann Þórisson þurfti að ljúka leik eftir 45 mínútur í kvöld. „Við vorum að íhuga að taka hann útaf en þurftum að taka aðra útaf í staðinn en hann gerði þetta prýðilega í kvöld og hann fékk loksins 90 mínútur. Guðmann stífnaði upp og þess vegna tókum við hann útaf í hálfleik.“ Hann sagði að lokum að þeir megi búast við töluvert erfiðari leik næstkomandi mánudag en FH mætir þá aftur Grindavík en í þetta skiptið í deildinni. „Já, ég held að það sé alveg klárt mál. Það verður allt annar leikur og það svíður að tapa og við verðum að núllstilla og við getum ekki búist við einhverju gjafaborði þar,“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 7-1 Grindavík │Stórsigur FH-inga FH vann stórsigur á Grindavík! Þeir brutu ísinn á 20.mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning! 7-1 varð lokastaðan. 27. júní 2019 21:45 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Leik lokið: FH 7-1 Grindavík │Stórsigur FH-inga FH vann stórsigur á Grindavík! Þeir brutu ísinn á 20.mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning! 7-1 varð lokastaðan. 27. júní 2019 21:45