Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2019 11:12 Jóns Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. Stundin greinir frá þessu en ráðherrann fyrrverandi stefnir auk þess Sigmari Guðmundssyni dagskrárgerðarmanni á Rás 2 og Ríkisútvarpinu. Jón Baldvin og eiginkona hans Bryndís Schram höfðu áður hótað því að stefna Ríkisútvarpinu og starfsmönnum þess. gáfu þau útvarpsstjóra Magnúsi Geir Þórðarsyni færi á að draga til baka „tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og meiðyrði“ í þeirra garð. Aldís var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar síðastliðinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem hefur farið mikinn í meiðyrðamálum fyrir dómstólum undanfarin misseri, gætir hagsmuna Jóns Baldvins. Mun vera stefnt fyrir á annan tug ummæla Aldísar í viðtalinu og fern ummæli Sigmars. Helga Seljan, sem stýrði þættinum ásamt Sigmari, er ekki stefnt. Aldís fullyrti í viðtalinu að Jón Baldvin hefði misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að Aldís yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Þá kom fram í þættinum að frásögnin væri staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefði undir höndum. Þá lýsti Aldís því að Jón Baldvin hefði virst hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og í framhaldinu hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. Jón Baldvin tók til varnar í Silfrinu þann 3. febrúar og sagðist hafa verið dæmdur án dóms og laga. Þá hefur áður komið fram að Jón Baldvin segist hafa kært „slúðurbera“ um sig í fjölmiðlum. Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31 Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. Stundin greinir frá þessu en ráðherrann fyrrverandi stefnir auk þess Sigmari Guðmundssyni dagskrárgerðarmanni á Rás 2 og Ríkisútvarpinu. Jón Baldvin og eiginkona hans Bryndís Schram höfðu áður hótað því að stefna Ríkisútvarpinu og starfsmönnum þess. gáfu þau útvarpsstjóra Magnúsi Geir Þórðarsyni færi á að draga til baka „tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og meiðyrði“ í þeirra garð. Aldís var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar síðastliðinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem hefur farið mikinn í meiðyrðamálum fyrir dómstólum undanfarin misseri, gætir hagsmuna Jóns Baldvins. Mun vera stefnt fyrir á annan tug ummæla Aldísar í viðtalinu og fern ummæli Sigmars. Helga Seljan, sem stýrði þættinum ásamt Sigmari, er ekki stefnt. Aldís fullyrti í viðtalinu að Jón Baldvin hefði misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að Aldís yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Þá kom fram í þættinum að frásögnin væri staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefði undir höndum. Þá lýsti Aldís því að Jón Baldvin hefði virst hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og í framhaldinu hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. Jón Baldvin tók til varnar í Silfrinu þann 3. febrúar og sagðist hafa verið dæmdur án dóms og laga. Þá hefur áður komið fram að Jón Baldvin segist hafa kært „slúðurbera“ um sig í fjölmiðlum.
Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31 Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31
Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52