Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Þrjár fjölskyldur sem leigt hafa íbúð af íslenskum leigusala á Tenerife sitja nú eftir með sárt ennið, en fjölskyldurnar segjast hafa verið sviknar um húsnæði. Dæmi er um að fjölskylda hafi greitt 1,3 milljónir fyrir íbúð sem ekki var til staðar. Ein fjölskyldan hefur lagt fram kæru í málinu og íhuga önnur að leita réttar síns.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Einnig verður fjallað um flugeldasölu. Reykjavíkurborg íhugar að hætta með flugeldasýningu á menningarnótt vegna mengunar en talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir að það yrði mikið tekjutap fyrir björgunarsveitir ef bæjarfélög hætta með flugeldasýningar.

Í fréttatímanum verður sagt frá hitameti sem slegið var í Frakklandi í dag, frá matjurtagarðaverkefni Akureyrisbæjar sem hefur fengið 250 manns til að rækta grænmeti af miklum móð og við verðum í beinni frá Olís þar sem björgunarsveitarmenn fræða ferðamenn um umferðaröryggi.

Þetta og margt fleira í þéttum kvöldfréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunni og í beinni á Vísi kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×