Enski boltinn

„Liverpool þarf ekki að eyða hundruð milljónum punda í leikmannakaup“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp er stjóri Liverpool. Hann þarf ekki að kaupa rækilega inn í sumar að mati Barnes.
Jurgen Klopp er stjóri Liverpool. Hann þarf ekki að kaupa rækilega inn í sumar að mati Barnes. vísir/getty
John Barnes, fyrrum miðjumaður Liverpool, segir að félagið þurfi ekki að eyða mörgum milljónum í leikmannakaup í sumar og þurfi að styrkja hópinn frekar en liðið.

Barnes varar Jurgen Klopp, stjóra félagsins, við því að kaupa eina stórstjörnu fyrir mikla peninga í sumar og vill frekar að hann styrki leikmannahópinn.

„Á síðustu leiktíð þurftum við leikmenn eins og Virgil van Dijk og Alisson til þess að koma inn og vera lykilmenn í liðinu og ná því mesta úr liðinu,“ sagði Barnes.

„Núna þá held ég að það séu ekki margir leikmenn sem eru að fara taka sætið af Salah, Mane, Firmino eða Van Dijk. Svo það sem við þurfum er að styrkja hópinn.“

„Ég held að við séum ekki að fara og kaupa leikmann á 100 milljónir punda sem fer í liðið því við þurfum þess ekki.“

„En það eru leikmenn sem geta bætt næstu níu til tíu leikmenn sem er auðveldara að kaupa inn í,“ sagði miðjumaðurinn.

Liverpool spilar fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á komandi leiktíð en þeir spila gegn nýliðum Norwich á heimavelli þann 9. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×