Innlent

Vætusamir dagar fram undan

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Skýjað verður á öllu landinu í dag.
Skýjað verður á öllu landinu í dag. Veðurstofa Íslands

Eftir hlýja daga er farið að kólna víðs vegar um landið en hiti er á bilinu 5 til 15 stig í dag, hlýjast suðvestan lands og svalast á norðausturhorninu. 

Búast má við hvassviðri norðvestanlands, allt að 15 metrum á sekúndu en heldur hægari vindur annars staðar á landinu. 

Skýjað með köflum á öllu landinu en úrkomulítið. Það þykkar upp þegar líður á daginn og búast má við rigningu á sunnanverðu landinu. 

Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands segir landsmenn mega búast við norðlægum áttum í næstu viku og austan eða suðaustanátt syðst á þriðjudag og miðvikudag, henni fylgir rigning sem nær yfir mest allt landið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s. Skúrir SA-lands, annars skýjað en úrkomulítið. Léttir víða til á SV- og V-landi seinni partinn. Hiti frá 5 stigum nyrst upp í 15 stig SV-lands. 

Á þriðjudag:
Norðvestan 8-13 og dálítil rigning við NA-ströndina. Hægari annars staðar og bjartviðri S- og V-til á landinu, en þykknar upp með kvöldinu. Hiti 10 til 17 stig, en 5 til 10 NA-lands. 

Á miðvikudag:
Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið NA- og A-lands. Hiti 10 til 15 stig. 

Á fimmtudag:
Breytileg og síðar norðlæg átt. Víða rigning, en léttir til S-lands síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, mildast syðst. 

Á föstudag:
Norðlæg átt og stöku skúrir, hiti breytist lítið.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.