Fótbolti

„Völlurinn er eins en fólkið á Íslandi er þröngsýnna“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Senol Gunes, þjálfari Tyrklands, á blaðamannafundinum.
Senol Gunes, þjálfari Tyrklands, á blaðamannafundinum. vísir/getty
Senol Gunes, þjálfari tyrkneska landsliðsins í fótbolta, lýsti yfir óánægju sinni með móttökurnar sem Tyrkir fengu á Keflavíkurflugvelli í gær.

„Fótbolti sameinar fólk og tungumál og kynþáttur skipta ekki máli þar,“ sagði Gunes.

Hann sagðist hafa komið til Íslands fyrir rúmum 40 árum. Hann sagði að Laugardalsvöllurinn hafi lítið breyst en fólkið á Íslandi sé þröngsýnna en það var.

„Ég kom til Íslands 1976. Mig minnir að völlurinn sé eins en borgin og fólkið hefur breyst. Ég kom í september en viðmót fólksins var hlýtt. Nú virðist það vera þröngsýnna,“ sagði Gunes.

Gunes sagði að vegabréf og símar Tyrkja hafi verið tekin í gær og furðaði sig á því.

„Af hverju hristu starfsmennirnir vegabréfið mitt? Þeir skoðuðu allt dótið mitt. Ég hef verið í fótbolta í 53 ár en aldrei lent í öðru eins,“ sagði Gunes.

Hann sagði jafnframt ótækt að tyrkneska liðið hafi þurft að bíða lengi á flugvellinum eftir sex og hálfs tíma flug frá Tyrklandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×