Innlent

Mikið álag á sjúkra­flutninga­mönnum á Sel­fossi og Hvols­velli um helgina

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Sjúkrabíll við Björgunarmiðstöðina á Selfossi. Sjúkraflutningamenn höfðu í nægu að snúast alla hvítasunnuhelgina.
Sjúkrabíll við Björgunarmiðstöðina á Selfossi. Sjúkraflutningamenn höfðu í nægu að snúast alla hvítasunnuhelgina. Vísir/Vilhelm

Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á Selfossi og á Hvolsvelli síðan í gær. Allt tiltækt lið var sent á vettvang flugslyssins í Fljótshlíð í gærkvöldi en yfir hvítasunnuhelgina hafa sjúkraflutningamenn sinnt þrjátíu og fimm sjúkraflutningum á svæðinu.



Á fjörutíu og fjórum klukkustundum yfir helgina voru þrettán þessara útkalla á hæsta forgangi. Felst hafa útköllin verið vegna veikinda og minni slysa. Svæði sjúkraflutningamanna er víðfeðmt, í Árnes- og Rangárvallasýslu og því geta sjúkraflutninga tekið langan tíma.



Hermann Marínó Maggýjarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir, í samtali við fréttastofu, álagið hafa verið mikið enda margt um manninn á Suðurlandi í blíðviðrinu sem þar hefur verið en að auki fór fram bæjarhátíðin Kótelettan á Selfossi.



Íbúafjöldi á svæðinu margfaldast yfir sumartímann vegna fjölda orlofshúsa á svæðinu og mikil umferð var um Suðurlandsveg sem og aðra vegi í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×