Erlent

Telja sig hafa fundið sjöunda fórnar­lamb fyrsta rað­morðingja Kýpurs

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Vísir/EPA
Lík hinnar sex ára gömlu Sierra Granze fannst á botni Memi stöðuvatnsins, suðvestur af höfuðborginni Nicosia. Stúlkan er talin vera sjöunda fórnarlamb fyrrum herforingjans Nikos Metaxas. Þetta kemur fram á vef BBC.

Lögregla fór að stöðuvatninu ásamt Metaxas eftir að hann veitti nánari upplýsingar um hvernig hann losaði sig við lík stúlkunnar. Lík stúlkunnar fannst á botni stöðuvatnsins og eru réttarmeinafræðingar mættir á vettvang.

Metaxas er talinn vera fyrsti raðmorðingi Kýpur en hann var handtekinn í apríl, grunaður um að hafa myrt fimm konur og tvö börn þeirra. Allar konurnar eru erlendir verkamenn og telja lögreglumenn sig hafa fundið lík fórnarlambanna.

Kýpversk yfirvöld sæta mikilli gagnrýni vegna málsins en þau eru sökuð um að hafa ekki rannsakað hvörf kvennanna nægilega vel þegar þau voru fyrst tilkynnt. Þá hefur málið vakið upp spurningar varðandi aðbúnað kvenna sem starfa sem þernur í landinu en margir segja hann líkjast nútíma þrælahaldi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.