Erlent

Ógagnsemi fangelsunar rædd í Svíþjóð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er meðal ræðumanna á fundi ráðsins í Stokkhólmi.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er meðal ræðumanna á fundi ráðsins í Stokkhólmi. Fréttablaðið/Anton Brink
Alþjóðaráð Sameinuðu þjóðanna um vímuefnastefnu sendir frá sér sína þriðju ályktun í dag.

Í tilkynningu segir að ályktunin varði bæði óréttlæti og ógagnsemi þess að fangelsa fólk fyrir fíkniefnabrot enda taki slík viðbrögð hvorki mið af félagslegri og sálrænni rót vímuefnavandans né veikri stöðu hinna lægst settu verkamanna fíkniefnaviðskipta.

Ályktun ráðsins verður kynnt á fundi þess í Stokkhólmi í dag, þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður verður meðal ræðumanna.

„Píratar byggðu sína stefnu um brotthvarf frá refsistefnunni ekki síst á fyrstu ályktun alþjóðaráðsins frá 2011 og það er alveg sérstakur heiður fyrir okkur að fá boð á fund ráðsins til að segja frá stefnunni okkar og því brautargengi sem hún hefur fengið á Íslandi,“ segir Þórhildur Sunna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×