Enski boltinn

Man. Utd hefur ekki lengur áhuga á Bale

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hlutabréfin í Bale falla hratt.
Hlutabréfin í Bale falla hratt. vísir/getty

Framtíð Gareth Bale er áfram í lausu lofti og áhugasömum félögum fækkar með hverri vikunni.

Bale hefur verið orðaður við Man. Utd síðan hann var táningur. United fékk hann ekki þá en missti aldrei áhugann og Walesverjinn hefur verið orðaður við Man. Utd nær árlega.

Nú hefur Man. Utd aftur á móti endanlega misst áhugann á þessum 29 ára gamla leikmanni. Hann er ekki á leið á Old Trafford þó svo hann sé til sölu.

Bale hefur verið mikið meiddur, var hent í frystikistuna hjá Real undir lok síðasta tímabils og gat svo ekkert í síðasta landsleik. Það er að fjara hratt undan honum.

Man. Utd virðist ætla að kaupa framtíðarmenn Bretlandseyja en ekki stjörnur sem eru að brenna upp. Það var staðfest með kaupunum á Daniel James frá Swansea.

United er þess utan að reyna að kaupa bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka frá Crystal Palace. Rándýr Bale er aftur á móti ekki á innkaupalistanum.

Hvaða félög það eru sem enn hafa áhuga á Bale er erfitt að segja til um en það lítur þó út fyrir að hann þurfi að sætta sig við minna félag og talsvert lakari laun næstu árin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.