Enski boltinn

Sky vill að þú merkir þessar tíu dagsetningar í dagatalinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikur Manchester City og Liverpool verður mikilvægur á komandi leiktíð.
Leikur Manchester City og Liverpool verður mikilvægur á komandi leiktíð. vísir/getty
Enska úrvalsdeildin birti í morgun leikjadagskrána fyrir komandi tímabil í enska boltanum sem hefst um miðjan ágúst.

Liverpool spilar opnunarleikinn á tímabilinu er þeir fá nýliða Norwich í heimsókn en stærsti leikur fyrstu umferðarinnar fer fram á sunnudeginum er Man. United og Chelsea mætast.

Sky Sports hefur tekið saman tíu leiki sem fólk ætti að setja inn í dagatalið sitt strax svo það missi ekki af þessum tíu leikjum.







Fyrsti leikurinn er stórleikur fyrstu umferðarinnar er United og Chelsea mætast en hinir níu leikirnir eru á listanum útaf margskonar ástæðum.

Grannaslagir, mikilvægi í fallbarátu, mikilvægi í titilbaráttu og fleira til en hér að neðan má sjá listann í heild sinni.

Leikirnir og dagsetningarnar tíu:

Manchester United - Chelsea, 11. ágúst, 2019

Manchester United - Liverpool, 19. október, 2019

Liverpool - Manchester City, 9. nóvember, 2019

Wolves - Aston Villa, 9. nóvember, 2019

Liverpool - Everton, 4. desember, 2019

Manchester City - Manchester United, 7. desember, 2019

Norwich - Bournemouth, 18. janúar, 2020

Chelsea - Tottenham, 22. febrúar, 2020

Brighton - Crystal Palace, 29. febrúar, 2020

Tottenham - Arsenal, 25. apríl, 2020


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×