Enski boltinn

Sky vill að þú merkir þessar tíu dagsetningar í dagatalinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikur Manchester City og Liverpool verður mikilvægur á komandi leiktíð.
Leikur Manchester City og Liverpool verður mikilvægur á komandi leiktíð. vísir/getty

Enska úrvalsdeildin birti í morgun leikjadagskrána fyrir komandi tímabil í enska boltanum sem hefst um miðjan ágúst.

Liverpool spilar opnunarleikinn á tímabilinu er þeir fá nýliða Norwich í heimsókn en stærsti leikur fyrstu umferðarinnar fer fram á sunnudeginum er Man. United og Chelsea mætast.

Sky Sports hefur tekið saman tíu leiki sem fólk ætti að setja inn í dagatalið sitt strax svo það missi ekki af þessum tíu leikjum.

Fyrsti leikurinn er stórleikur fyrstu umferðarinnar er United og Chelsea mætast en hinir níu leikirnir eru á listanum útaf margskonar ástæðum.

Grannaslagir, mikilvægi í fallbarátu, mikilvægi í titilbaráttu og fleira til en hér að neðan má sjá listann í heild sinni.

Leikirnir og dagsetningarnar tíu:
Manchester United - Chelsea, 11. ágúst, 2019
Manchester United - Liverpool, 19. október, 2019
Liverpool - Manchester City, 9. nóvember, 2019
Wolves - Aston Villa, 9. nóvember, 2019
Liverpool - Everton, 4. desember, 2019
Manchester City - Manchester United, 7. desember, 2019
Norwich - Bournemouth, 18. janúar, 2020
Chelsea - Tottenham, 22. febrúar, 2020
Brighton - Crystal Palace, 29. febrúar, 2020
Tottenham - Arsenal, 25. apríl, 2020


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.