Enski boltinn

Síðast skoraði Eiður sigurmarkið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eiður skorar sigurmarkið.
Eiður skorar sigurmarkið. vísir/getty

Í morgun var birt leikjadagskráin fyrir komandi tímabil í enska boltanum en strax í fyrstu umferðinni verður stórleikur á milli Manchester United og Chelsea.

Liðin hafa átt margar skemmtilegar viðureignir síðustu ár og stjórar farið á milli eins og Jose Mourinho.

Liðin hafa þó ekki mæst í fyrstu umferð deildarinnar síðan tímabilið 2004/2005 en leikurinn var þá fyrsti leikur Jose Mourinho sem stjóri Chelsea.

Leikurinn endaði 1-0 fyrir Chelsea en eina mark leiksins skoraði Eiður Smári Guðjohnsen.

Eiður var frábær á þessari leiktíð og spilaði stóran þátt í því að Chelsea varð enskur meistari og deildarbikarmeistari.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.