Enski boltinn

Svona lítur leikjadagskráin út: Liverpool spilar opnunarleikinn og stórleikur á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chelsea og Manchester United mætast í fyrstu umferðinni.
Chelsea og Manchester United mætast í fyrstu umferðinni. vísir/getty
Nú er ljóst hvernig dagskráin verður í enska boltanum í vetur en enska úrvalsdeildin gaf hana út í morgun.

Englandsmeistararnir í Manchester City mæta West Ham á útivelli í fyrsta leik á meðan silfurliðið Livepool fær opnunarleikinn. Liðið mætir nýliðum Norwich á Anfield.

Deildin byrjar þó á stórleik því á sunnudeginum mætast Manchester United og Chelsea á Old Trafford en það verður síðasti leikur fyrstu umferðarinnar.







Opnunarleikur tímabilsins fer fram þann föstudaginn 9. ágúst en tímabilinu lýkur svo með heilli umferð 17. maí. Í fyrsta skipti verður þó gert smá hlé á deildinni en það verður í febrúar þar sem liðin fá að minnsta kosti vikufrí.

Það verður þétt dagskrá hjá Liverpool og Chelsea í upphafi tímabilsins en fimm dögum eftir að tímabilið hefst, þann 14. ágúst, mætast þau í Ofurbikarnum í Istanbul.

Leikjadagskrána í heild sinni má sjá hér.

Fyrsta umferðin:

Föstudagur:

19.00 Liverpool - Norwich

Laugardagur:

11.30 West Ham - Man. City

14.00 Bournemouth - Sheffield United

14.00 Burnley - Southampton

14.00 Crystal Palace - Everton

14.00 Leicester - Wolves

14.00 Watford - Brighton

16.30 Tottenham - Aston Villa

Sunnudagur:

13.00 Newcastle - Arsenal

15.30 Manchester United - Chelsea




Fleiri fréttir

Sjá meira


×