Enski boltinn

Rosalegur desember hjá Gylfa og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leik með Everton á síðustu leiktíð.
Gylfi í leik með Everton á síðustu leiktíð. vísir/getty

Enska úrvalsdeildin gaf út fyrr í dag leikjaprógramið fyrir komandi tímabil í enska boltanum og það er ljóst að desember mánuður verður strembinn hjá Gylfa Sigurðssyni og félögum í Everton.

Í fyrstu umferðinni ferðast Everton til Lundúna þar sem liðið mætir Crystal Palace en desember lítur ógnvægilega út fyrir Gylfa og félaga.

Fjórða desember spila þeir grannaslag gegn Liverpool og í kjölfarið bíða leikir gegn Chelsea, Manchester United og Arsenal áður en mánuðinum lýkur á leikjum gegn Burnley og Newcastle.

Dagskrá Everton í desember:
4. desember Liverpool - Everton
7. desember Everton - Chelsea
14. desember Manchester United - Everton
21. desember Everton - Arsenal
26. desember Everton - Burnley
28. desember Newcastle - Everton

Gylfi er nú í verðskulduðu sumarfríi en hann giftir sig síðar í vikunni. Hann skoraði þrettán mörk á síðustu leiktíð en sagði hins vegar í viðtölum að hann hafi ekki náð markmiðum sínum.

Everton endaði í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en góðu fréttirnar fyrir þá og þennan desember mánuð að þeim gekk vel gegn svokölluðu „stóru liðunum.“

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.