Enski boltinn

Rosalegur desember hjá Gylfa og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leik með Everton á síðustu leiktíð.
Gylfi í leik með Everton á síðustu leiktíð. vísir/getty
Enska úrvalsdeildin gaf út fyrr í dag leikjaprógramið fyrir komandi tímabil í enska boltanum og það er ljóst að desember mánuður verður strembinn hjá Gylfa Sigurðssyni og félögum í Everton.

Í fyrstu umferðinni ferðast Everton til Lundúna þar sem liðið mætir Crystal Palace en desember lítur ógnvægilega út fyrir Gylfa og félaga.

Fjórða desember spila þeir grannaslag gegn Liverpool og í kjölfarið bíða leikir gegn Chelsea, Manchester United og Arsenal áður en mánuðinum lýkur á leikjum gegn Burnley og Newcastle.

Dagskrá Everton í desember:

4. desember Liverpool - Everton

7. desember Everton - Chelsea

14. desember Manchester United - Everton

21. desember Everton - Arsenal

26. desember Everton - Burnley

28. desember Newcastle - Everton







Gylfi er nú í verðskulduðu sumarfríi en hann giftir sig síðar í vikunni. Hann skoraði þrettán mörk á síðustu leiktíð en sagði hins vegar í viðtölum að hann hafi ekki náð markmiðum sínum.

Everton endaði í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en góðu fréttirnar fyrir þá og þennan desember mánuð að þeim gekk vel gegn svokölluðu „stóru liðunum.“








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×