Fótbolti

Suárez: Langaði að hverfa eftir tapið fyrir Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Suárez náði sér ekki á strik á Anfield, ekki frekar en aðrir leikmenn Barcelona.
Suárez náði sér ekki á strik á Anfield, ekki frekar en aðrir leikmenn Barcelona. vísir/getty

Tapið fyrir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor lagðist þungt á Luis Suárez, framherja Barcelona.

Börsungar unnu fyrri leikinn á Nývangi, 3-0, en töpuðu þeim seinni, 4-0, á Anfield.

„Dagarnir eftir tapið eru þeir verstu á ævinni ásamt HM 2014. Mig langaði að hverfa,“ sagði Suárez sem lék með Liverpool áður en hann fór til Barcelona.

„Ég vildi varla fara með börnin í skólann. Allir sáu að mér leið illa. Suma daga vildi ég ekki gera neitt og þetta var mjög erfiður tími.“

Eftir seinni leikinn gegn Liverpool spilaði Suárez ekki meira með Barcelona á tímabilinu. Hann gekkst undir aðgerð á hné og missti m.a. af úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar þar sem Barcelona tapaði fyrir Valencia, 2-1.

Suárez er hins vegar orðinn klár í slaginn og verður með Úrúgvæ í Suður-Ameríkukeppninni í Brasilíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.