Fótbolti

Suárez: Langaði að hverfa eftir tapið fyrir Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Suárez náði sér ekki á strik á Anfield, ekki frekar en aðrir leikmenn Barcelona.
Suárez náði sér ekki á strik á Anfield, ekki frekar en aðrir leikmenn Barcelona. vísir/getty
Tapið fyrir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor lagðist þungt á Luis Suárez, framherja Barcelona.

Börsungar unnu fyrri leikinn á Nývangi, 3-0, en töpuðu þeim seinni, 4-0, á Anfield.

„Dagarnir eftir tapið eru þeir verstu á ævinni ásamt HM 2014. Mig langaði að hverfa,“ sagði Suárez sem lék með Liverpool áður en hann fór til Barcelona.

„Ég vildi varla fara með börnin í skólann. Allir sáu að mér leið illa. Suma daga vildi ég ekki gera neitt og þetta var mjög erfiður tími.“

Eftir seinni leikinn gegn Liverpool spilaði Suárez ekki meira með Barcelona á tímabilinu. Hann gekkst undir aðgerð á hné og missti m.a. af úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar þar sem Barcelona tapaði fyrir Valencia, 2-1.

Suárez er hins vegar orðinn klár í slaginn og verður með Úrúgvæ í Suður-Ameríkukeppninni í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×