Innlent

Opna á leiðina að Brúarárfossi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Brúarárfoss í Brúará.
Brúarárfoss í Brúará. Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.

Umhverfisstofnun hefur dregið til baka ákvörðun um að leggja dagsektir á eigendur jarðarinnar Ártungu í Bláskógabyggð. Stofnunin boðaði sektirnar fyrir þremur vikum vegna „ólögmætra hindrana á almannarétti meðfram bökkum Brúarár“, eins og segir í bréfi stofnunarinnar.

Fimm dögum eftir að bréfið þar sem dagsektirnar voru boðaðar var sent fékk Umhverfisstofnun tölvupóst frá landeigandanum. Kvaðst hann hafa stækkað op á girðingu í 2,3 metra og fjarlægt þann hluta af skiltum á staðnum þar sem sagði að öll umferð væri bönnuð.

Fulltrúar Umhverfisstofnunar fóru samdægurs á svæðið í eftirlitsferð til að kanna aðgengi meðfram Brúará að Brúarárfossi. Sannreyndu þeir að skiltið með áletruninni um að öll umferð væri bönnuð væri horfið og að eftir stæði skilti sem á stæði „Private Property“, eða einkaland. Var þá ákveðið að falla frá dagsektunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.