Enski boltinn

„Ekkert félag mun borga 30 milljónir punda fyrir mig“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fraser gaf 14 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Fraser gaf 14 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. vísir/getty
Skoski kantmaðurinn Ryan Fraser efast um að nokkurt félag sé tilbúið að borga fúlgur fjár fyrir sig.

Fraser lék afar vel með Bournemouth á síðasta tímabili og lagði upp næstflest mörk allra (14) í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal ku hafa mikinn áhuga á að fá Fraser. Talið er að félagið þurfi að borga 30 milljónir punda fyrir hann. Fraser finnst ólíklegt að það gerist.

„Í hreinskilni sagt held ég að ekkert félag muni borga þessa upphæð fyrir mig,“ sagði Fraser.

Skotinn stressar sig lítið á sögusögnum um möguleg félagaskipti sín.

„Ég á ár eftir að samningi mínum við Bournemouth. Ef ég verð áfram þar legg ég mig allan fram fyrir félagið. Það sama verður uppi á teningnum ef ég fer eitthvert annað. Ég vil bara spila vel og leggja mig fram fyrir liðið,“ sagði Fraser.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×