Erlent

Fyrsti kvenforseti Slóvakíu tekur við embætti

Andri Eysteinsson skrifar
Caputova sór embættiseiðinn í dag, fyrst kvenna.
Caputova sór embættiseiðinn í dag, fyrst kvenna. EPA/ Jakub Gavlak
Nýr forseti Slóvakíu, Zuzana Caputova, tók við embætti við hátíðlega athöfn í Bratislava, höfuðborg landsins, í dag. Reuters greinir frá.Caputova bar sigurorð af Maros Sefcovic í kosningunum sem fram fóru 16. Mars og 30. Mars. Caputova tryggði sér forsetastólinn með 58% atkvæða gegn 41% Sefcovic. Kjörsókn var 41,8% í seinni umferð kosninganna.Baráttumál Caputovu snerust að því að uppræta spillingu í landinu og beita sér fyrir réttlæti, sérstaklega í tengslum við morðið á Jan Kuciak, slóvakískum blaðamanni. Kuciak var myrtur fyrr á árinu en Kuciak hafði unnið að því að afhjúpa spillingu á æðstu stöðum.Í ávarpi sínu sagði Caputova að opinberir starfsmenn sem gætu ekki upprætt spillingu væru ekki starfi sínu hæfir og ættu að missa störf sín.Hin 45 ára gamla Caputova er í senn fyrsti kvenforsetinn og yngsti forseti Slóvakíu frá upphafi. Embætti forseta er ekki valdamikið en forseti Slóvakíu skipar ráðherra og hefur neitunarvald gagnvart ráðningum dómara og saksóknara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.