Fótbolti

„Verstu dagar lífs míns eftir tapið fyrir Liverpool“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Suarez í leiknum á Anfield
Suarez í leiknum á Anfield vísir/getty

Luis Suarez líkti vonbrigðunum að tapa fyrir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar við það þegar hann var sendur heim af HM í fótbolta fyrir að bíta andstæðinginn.

Barcelona var í vænlegri stöðu eftir 3-0 sigur í fyrri leik liðanna á heimavelli sínum en Liverpool vann seinni leikinn á Anfield 4-0 og fór í úrslitaleikin, þar sem þeir svo unnu keppnina.

„Dagarnir eftir tapið voru þeir verstu sem ég hef upplifað á lífsleiðinni og á ferlinum ásamt HM 2014. Ég vildi hverfa af yfirborði jarðar,“ sagði Suarez við Fox Sports.

„Ég vildi ekki fara með börnin mín í skólann, það sáu allir að ég átti mjög erfitt. Það komu dagar þar sem ég vildi ekki gera neitt.“

Suarez fór í aðgerð stuttu eftir tapið til þess að verða tilbúinn í Suður-Ameríkukeppnina með Úrúgvæ.

Fyrsti leikur Úrúgvæ í mótinu er á morgun, sunnudag, gegn Ekvador. Hann hefst klukkan 22:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.