Krefjast afsagnar lögreglumanns sem hótaði tíu ára dreng með skotvopni Andri Eysteinsson skrifar 15. júní 2019 22:00 Jerri Hrubes ásamt tíu ára syni sínum DJ Hrubes. AP/Rick Bowner Um eitt hundrað manns mótmæltu í dag fyrir utan lögreglustöðina í bænum Woods Cross í Utah í Bandaríkjunum. Kröfur mótmælenda voru þær að lögreglumaður sem beindi skotvopni sínu að tíu ára gömlum dreng fyrr í mánuðinum yrði leystur undan störfum. AP greinir frá. Skilti merkt Black Lives Matter hreyfingunni voru uppi auk skilta með skilaboðum á borð við Hey Lögga! Ekki skjóta börnin okkar.Hinn tíu ára gamli DJ Hrubes var við leik í garði ömmu sinnar 6. Júní síðastliðinn þegar lögreglumaður sem var að leita að grunuðum byssumönnum otaði vopni sínu að honum, skipaði honum að setja hendur upp í loft, leggjast niður og ekki spyrja spurninga.Lex Scott, stofnandi Utah-deildar Black Lives Matter, segir ljóst að um hatursglæp sé að ræða. „Vinnubrögðin voru á þennan veg vegna húðlitar hans,“ sagði Scott.Fyrirætlanir hans voru góðar en mistök voru gerð Lögreglustjóri lögreglunnar í Woods Cross, Chad Soffe, hefur tjáð sig um málið og sagt að lögreglumaðurinn sem um ræði verði ekki rekinn vegna málsins. Soffe sagði fyrirætlanir hans hafa verið góðar en hann hafi gert mistök og talið drenginn geta verið einn hinna grunuðu. „Við viljum læra af þessu máli,“ sagði Soffe og bætti við. „Við viljum ekki að fólk sé í áfalli vegna tilrauna okkar til þess að halda samfélaginu öruggu.“ Soffe sagði að lögregla hafi verið kölluð út vegna skotárásar í bænum, lögreglumanninum hafi verið tjáð að hinir grunuðu væru annaðhvort svartir, af spænskum ættum eða polynesískir.Lögreglan í Woods Cross rannsökuð af yfirvöldum Tilkynnt hefur verið að stjórnvöld í Utah hyggist gera rannsókn á starfsháttum lögreglunnar í Woods Cross vegna málsins, verða gjörðir lögreglumannsins skoðaðar og úrskurðað hvort grunur leiki á að gjörðir hans hafi stafað af kynþáttafordómum. Lex Scott, segir það hins vegar ekki nóg, „Lögreglan á það til að rannsaka mál sem varða sig sjálfa, og segja þann sem á hlut í máli saklausan, þar eru hagsmunaárekstrar. Það ætti ekki að vera svoleiðis,“ sagði Scott. Annar mótmælandi sem AP ræddi við, Jacob Jensen frá samtökum Utah-búa gegn ofbeldi lögreglu segir „Ég hef séð hundruð rannsóknir, gettu hver er aldrei sakfelldur. Lögreglan.“ Bandaríkin Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Um eitt hundrað manns mótmæltu í dag fyrir utan lögreglustöðina í bænum Woods Cross í Utah í Bandaríkjunum. Kröfur mótmælenda voru þær að lögreglumaður sem beindi skotvopni sínu að tíu ára gömlum dreng fyrr í mánuðinum yrði leystur undan störfum. AP greinir frá. Skilti merkt Black Lives Matter hreyfingunni voru uppi auk skilta með skilaboðum á borð við Hey Lögga! Ekki skjóta börnin okkar.Hinn tíu ára gamli DJ Hrubes var við leik í garði ömmu sinnar 6. Júní síðastliðinn þegar lögreglumaður sem var að leita að grunuðum byssumönnum otaði vopni sínu að honum, skipaði honum að setja hendur upp í loft, leggjast niður og ekki spyrja spurninga.Lex Scott, stofnandi Utah-deildar Black Lives Matter, segir ljóst að um hatursglæp sé að ræða. „Vinnubrögðin voru á þennan veg vegna húðlitar hans,“ sagði Scott.Fyrirætlanir hans voru góðar en mistök voru gerð Lögreglustjóri lögreglunnar í Woods Cross, Chad Soffe, hefur tjáð sig um málið og sagt að lögreglumaðurinn sem um ræði verði ekki rekinn vegna málsins. Soffe sagði fyrirætlanir hans hafa verið góðar en hann hafi gert mistök og talið drenginn geta verið einn hinna grunuðu. „Við viljum læra af þessu máli,“ sagði Soffe og bætti við. „Við viljum ekki að fólk sé í áfalli vegna tilrauna okkar til þess að halda samfélaginu öruggu.“ Soffe sagði að lögregla hafi verið kölluð út vegna skotárásar í bænum, lögreglumanninum hafi verið tjáð að hinir grunuðu væru annaðhvort svartir, af spænskum ættum eða polynesískir.Lögreglan í Woods Cross rannsökuð af yfirvöldum Tilkynnt hefur verið að stjórnvöld í Utah hyggist gera rannsókn á starfsháttum lögreglunnar í Woods Cross vegna málsins, verða gjörðir lögreglumannsins skoðaðar og úrskurðað hvort grunur leiki á að gjörðir hans hafi stafað af kynþáttafordómum. Lex Scott, segir það hins vegar ekki nóg, „Lögreglan á það til að rannsaka mál sem varða sig sjálfa, og segja þann sem á hlut í máli saklausan, þar eru hagsmunaárekstrar. Það ætti ekki að vera svoleiðis,“ sagði Scott. Annar mótmælandi sem AP ræddi við, Jacob Jensen frá samtökum Utah-búa gegn ofbeldi lögreglu segir „Ég hef séð hundruð rannsóknir, gettu hver er aldrei sakfelldur. Lögreglan.“
Bandaríkin Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira