Enski boltinn

Ljungberg hækkaður í tign hjá Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ljungberg verður Unai Emery til aðstoðar hjá Arsenal.
Ljungberg verður Unai Emery til aðstoðar hjá Arsenal. vísir/getty
Freddie Ljungberg hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Arsenal. Hann tekur við starfinu af Steve Bould sem hefur verið aðstoðarþjálfari Arsenal síðan 2012.

Bould tekur við gamla starfinu hans Ljungbergs, sem þjálfari U-23 ára liðs Arsenal.

Ljungberg mun starfa náið með knattspyrnustjóranum Unai Emery sem tók við Arsenal fyrir síðasta tímabil.

Ljungberg lék með Arsenal á árunum 1998-2007 og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með félaginu. Svíinn lék 325 leiki fyrir Arsenal og skoraði 72 mörk.

Arsenal endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Chelsea, 4-1, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þriðja árið í röð komst Arsenal því ekki í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×