Fótbolti

Dagný jafnaði við Ásthildi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðeins tvær hafa skorað fleiri mörk fyrir íslenska landsliðið en Dagný.
Aðeins tvær hafa skorað fleiri mörk fyrir íslenska landsliðið en Dagný. vísir/getty

Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark Íslands í 0-2 sigri á Finnlandi í vináttulandsleik í Espoo í dag.

Þetta var 23. mark Dagnýjar í 81. landsleiknum. Hún hefur nú skorað jafn mörg landsliðsmörk og Ásthildur Helgadóttir gerði á sínum ferli. Ásthildur skoraði 23 mörk í 69 landsleikjum á árunum 1993-2007.

Dagný og Ásthildur deila 3. sætinu á listanum yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi.

Margrét Lára Viðarsdóttir er langmarkahæsta landsliðskona Íslands með 78 mörk. Hólmfríður Magnúsdóttir kemur þar á eftir með 37 mörk.

Katrín Jónsdóttir er í 5. sæti markalistans með 21 mark og Sara Björk Gunnarsdóttir í því sjötta með 20 mörk.

Sara lék sinn 125. landsleik í dag og nálgast leikjamet Katrínar sem lék 133 landsleiki á árunum 1994-2013.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.