Fótbolti

Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðbjörg stendur á milli stanganna í dag.
Guðbjörg stendur á milli stanganna í dag. vísir/getty

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fimm breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir seinni vináttulandsleikinn gegn Finnlandi.


Inn koma Guðbjörg Gunnarsdóttir, Ásta Eir Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Sú síðastnefnda er í byrjunarliði landsliðsins í fyrsta sinn.

Sandra Sigurðardóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Hallbera Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fara úr byrjunarliðinu.

Á Twitter-síðu KSÍ kemur fram að Gunnhildur Yrsa hafi fengið leyfi til að fara og spila með liði sínu í Bandaríkjunum, Utah Royals.

Fyrri leikur Íslands og Finnlands fór fram í Turku og endaði með markalausu jafntefli. Leikur liðanna í dag fer fram í Espoo og hefst klukkan 15:30.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.