Fótbolti

Heiðursskjöldur Sarri rifinn niður

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sarri var dáður hjá stuðningsmönnum Napólí en nú er hann svikari í þeirra augum
Sarri var dáður hjá stuðningsmönnum Napólí en nú er hann svikari í þeirra augum vísir/getty
Stuðningsmenn Napólí eru Maurizio Sarri bálreiðir fyrir að hafa ákveðið að gerast knattspyrnustjóri fjendanna í Juventus og hafa rifið niður minnismerki til heiðurs Sarri.

Ítalinn er fæddur í Napólí og hann stýrði liði Napólí frá 2015 til síðasta sumars þegar hann gekk til liðs við Chelsea.

Sarri náði ekki að vinna titil með Napólí en undir hans stjórn endaði liðið í öðru og þriðja sæti ítölsku deildarinnar.

Hann var mjög dáður hjá stuðningsmönnum félagsins og árið 2017 var minnismerki til heiðurs hans hengt á vegg í hverfinu þar sem Sarri fæddist.

Ákvörðun Sarri að fara til Juventus eru hrikaleg svik í augum stuðningsmanna Napólí og hafa þeir rifið minnisvarðann niður.

Skjöldurinn heiðraði fæðingarstað "skapara fegurðarinnar“ eins og Sarri var oft kallaðurmynd/talksport

Tengdar fréttir

Svik ef Sarri fer til Juventus

Lorenzo Insigne, landsliðsmaður Ítalíu, tók undir orð Jorginho og sagði á blaðamannafundi að fari Maurizio Sarri til Juventus væru það svik við Napoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×