Fótbolti

Sarri varaður við því að taka við Juventus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Borðinn góði fyrir utan húsið hans Sarri í Napoli.
Borðinn góði fyrir utan húsið hans Sarri í Napoli.
Einhverjir stuðningsmenn Napoli gerðu sér ferð að heimili þjálfarans Maurizio Sarri í Napoli og skildu þar eftir skilaboð til hans.Þeir hengdu borða upp fyrir utan heimilið þar sem Sarri var varaður við því að taka við Juventus en hann er einn þeirra sem orðaður er við starfið þar.„Stjóri, ekki svíkja fólkið. Napoli elskar þig,“ stóð á borðanum sem farið hefur víða á netinu í dag.Sarri er auðvitað enn stjóri Chelsea en framtíð hans þar er í óvissu. Það gæti þó hafa styrkt stöðu hans að hann stýrði Chelsea til sigurs í Evrópudeildinni í gærkvöld. Hann stýrði Napoli frá 2015 til 2018 með frábærum árangri og fólk þar í borg væri meira en til í að sjá hann aftur hjá félaginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.