Fótbolti

Kolbeinn gæti mætt á Hlíðarenda í annarri umferð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valsmenn gætu fengið Kolbein í heimsókn
Valsmenn gætu fengið Kolbein í heimsókn vísir/bára

Valur getur mætt Kolbeini Sigþórssyni og félögum í AIK ef Valur vinnur Maribor í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Dregið var í aðra umferð forkeppninnar í höfuðstöðvum UEFA í dag. Valur dróst gegn sigurvegurum viðureignar Ararat-Armenia og AIK.

Leikirnir fara fram 23. eða 24. júlí og 30. eða 31. júlí. Fari Valur áfram í þetta einvígi verður fyrri leikurinn á Hlíðarenda og sá seinni ytra.

Rúnar Már Sigurjónsson og nýju félagar hans í Astana frá Kasakstan drógust gegn Maccabi Tel Aviv, en Astana mætir Cluj frá Rúmeníu í fyrstu umferðinni. BATE Borisov með Willum Þór Willumsson innanborðs mætir Rosenborg eða Linfield frá Norður-Írlandi nái liðið að sigra Piast Gliwice frá Póllandi í fyrstu umferð.

Ef Valsmenn tapa hins vegar leiknum við Maribor færast þeir yfir í Evrópudeildina og koma þar inn í aðra umferð þeirrar forkeppni. Þar munu þeir mæta annað hvort Ferencvaros frá Ungverjalandi eða Ludogorets frá Búlgaríu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.