Íslenski boltinn

Sjáðu frábært aukaspyrnumark Pablo og öll hin mörk kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslandsmeistarar Vals hafa tapað sex af fyrstu níu leikjum sínu í Pepsi Max-deild karla en KR er á toppnum eftir að KR vann 3-2 sigur á Val í Reykjavíkurslag í kvöld.Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir í fyrri hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks var það Ólafur Karl Finsen sem tvöfaldaði forystuna.Heimamenn voru ekki af baki dottnir. Pálmi Rafn Pálmason minnkaði muninn á 56. mínútu og fimm mínútum síðar jafnaði Alex Freyr Hilmarsson metin með góðu skoti.Það var svo El Salvadorinn, Pablo Punyed, sem skoraði sigurmarkið úr frábærri aukaspyrnu 77. mínútu og tryggði þar af leiðandi KR þrjú stig. Þessi þrjú stig senda KR á toppinn en Vaur er í níunda sætinu.Öll mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.