Fótbolti

Ein litlausasta frammistaða Liverpool en hverjum er ekki sama?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Virgil van Dijk lyftir bikarnum eftirsótta
Virgil van Dijk lyftir bikarnum eftirsótta vísir/getty
Liverpool spilaði einn litlausasta leik sinn á öllu tímabilinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Tottenham, en hverjum er ekki sama? Svo byrar Mark Lawrenson, fyrrum Evrópumeistari með Liverpool, pistil sinn á BBC.

Liverpool er besta lið Evrópu í sjötta skipti eftir 2-0 sigur á Tottenham í gærkvöld. Mohamed Salah kom þeim yfir úr vítaspyrnu á upphafsmínútunum og Divock Origi tryggði svo sigurinn undir lokin.

„Ég horfi ekki til baka á úrslitaleikina sem ég vann með Liverpool og hugsa um hvort við spiluðum vel eða ekki, bara um að við gerðum það sem þurfti,“ skrifar Lawrenson en hann vann Meistaradeildina, sem á þeim tíma hét Evrópubikarinn, árið 1984.

„Enginn spilaði það vel og þetta var voða venjulegur leikur, en það vill oft verða þannig við svona tilefni. Jurgen Klopp sagði það sjálfur eftir leikinn, það eina sem þú getur gert er að vinna leikina.“

„Hvort viltu spila frábærlega en verða óheppinn og tapa 4-3 í frábærum leik eða skrapa saman dagsverkinu og vinna 2-0?.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×