Erlent

Mikið reiðufé fannst á heimili al-Bashir

Andri Eysteinsson skrifar
Omar al-Bashir í Kremlin í Rússlandi síðasta sumar.
Omar al-Bashir í Kremlin í Rússlandi síðasta sumar. Getty/Mikhail Svetlov

Við húsleit á heimili fyrrverandi forseta Súdan, Omar al-Bashir, sem vikið var úr embætti fyrr í mánuðinum fannst mikið magn reiðufé. BBC greinir frá því að í híbýlum al-Bashir hafi fundist skjalatöskur fullar af reiðufé í nokkrum gjaldmiðlum. Alls fundust um 350 þúsund Bandaríkjadalir, sex milljónir Evra og fimm milljarðar súdanskra punda, heildarupphæðin nemur um 1,5 milljörðum íslenskra króna.

Omar al-Bashir, sem nú er talinn sitja í hámarksöryggisfangelsinu Kobar, sat í embætti forseta í 30 ár eða frá 1989. Forsetatíð hans hófst á valdaráni og var hann í embætti á meðan að borgarastyrjaldir hafa geisað í landinu.

Al-Bashir varð í mars 2009 fyrsti sitjandi forseti ríkis sem dæmdur hefur verið af stríðsglæpadómstólnum í Haag, al Bashir var dæmdur fyrir aðkomu sína að ofbeldi í Darfur-stríðinu. 2011 sleit suðurhluti landsins sig frá norðurhlutanum og stofnað var nýtt sjálfstætt ríki, Suður-Súdan, þar hefur nú geisað borgarastyrjöld frá árinu 2013.

Setu al-Bashir í stóli forseta hefur verið mótmælt í ríkinu frá desember síðastliðnum, 30 ára embættistíð hans lauk 11. apríl síðastliðinn með valdaráni hersins. Hann er nú rannsakaður vegna gruns um peningaþvætti eins og greint var frá fyrr í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.