Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 09:00 Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Sigurjón Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. Þetta kom fram í viðtali við Hjalta í Reykjavík síðdegis í gær. Hjalti þekkir vel til í þessum efnum verandi bráðalæknir. Hann segir tilfelli þar sem hjólreiðamenn slasast ekki vera algeng en þau færist þó í aukana eftir því sem fleiri taki upp hjólreiðar. „Þetta kemur fyrir og eftir því sem fleiri hjóla þá er það eins og með hlaup eða fjallgöngur eða annað sem fólk tekur sér fyrir hendur að það geta orðið slys,“ segir Hjalti en bætir við að þetta sé alls ekki mikið vandamál. Áhrif hjálmanotkunar séu líkt og áður sagði þó minni en fólk haldi. „Það er alveg ljóst að hjálmar virðast draga örlítið úr tíðni höfuðáverka ef fólk dettur af hjólum. Þessi áhrif eru samt miklu minni en fólk heldur almennt séð því hjálmurinn veitir alls ekkert örugga vörn og þær vísindarannsóknir sem hafa verið gerðar benda til þess að gagnsemi hjálma við hjólreiðar sé minniháttar við að draga úr höfuðáverkum,“ segir Hjalti. „Hjálmleysi hjólareiðamanna á Íslandi er ekki vandamál.“Hjalti segir fólk almennt ofmeta áhrif hjálma. Það sé þó mikilvægt að brýna fyrir börnum að nota hjálma enda séu þau viðkvæmari fyrir höfuðmeiðslum.Vísir/GettyOf langt gengið að skylda eldri en fimmtán ára til hjálmanotkunar Nú á dögunum fjallaði Vísir um frumvarp til nýrra umferðarlaga en í þeim er lagt til að gera notkun hjálma að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára og var frumvarpið meðal annars gagnrýnt af Landsamtökum hjólreiðamanna.Sjá einnig: Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Hjalti segir það mikilvægara fyrir börn yngri en fimmtán ára að nota hjálma en fullorðna. Bæði hafa þau ekki sömu öryggistilfinningu og fullorðnir í umferðinni og þá eru þau viðkvæmari fyrir höfuðmeiðslum. Því sé skynsamlegt að hafa hjálmaskyldu hjá yngstu börnum. „Ég held að þau mörk sem hafa verið við fimmtán ára aldur hafi verið skynsamleg. Eftir það er þetta orðið sjálfráða fólk að miklu leyti, praktískt séð, þó það sé ekki lögfræðilega. Mér finnst alltof langt gengið að gera það að skyldu að setja hjálma á alla sem eru eldri en fimmtán ára,“ sagði Hjalti. Hann segir mikilvægt að horfa á hlutina í stóru samhengi. Það sé sannað að hjálmanotkun dragi örlítið úr höfuðáverkum ef til þess kemur en á móti komi sú staðreynd að 90% hjólreiðamanna noti hjálma og það sé brýnt að hvetja fólk til þess að nota hjól sem samgöngumáta frekar en að fæla það frá því.Hjalti segir algengustu ástæðu þess að hjólreiðamenn slasist ekki vera gáleysi þeirra sjálfra heldur gáleysi ökumanna sem aka á þá.Vísir/Getty„Við erum bókstaflega að eyðileggja lífríki manna með akstri“ „Vandamálið er að yfir 90% fólks ferðast á milli staða með bílum og það er bara einfaldlega eitthvað sem gengur ekki upp,“ segir Hjalti og tekur undir sjónarmið formanns Landsamtaka hjólreiðamanna. Mannfólkið sé að eyðileggja lífríki manna með því að ferðast á bílum. Hann bendir á að í löndum þar sem hjálmaskylda hafi verið innleidd hafi slík mál verið afgreidd með þrýstingi frá samtökum bílaeigenda og olíuframleiðenda sem vilji mála hjólreiðar upp sem hættulegan ferðamáta. „Íslendingar eru almennt séð ekki að verða fyrir heilsutjóni af völdum hjólreiða eða höfuðhögga en á hverjum degi verður fólk fyrir verulegu heilsutjóni af völdum mengunar. Það má líka benda á að helsta ástæða slysa hjólreiðamanna eru ekki hjólreiðamenn heldur ökumenn á bílum sem aka á hjólreiðamenn.“ Hann segist reglulega sjá fólk sem slasast hefur af völdum hjólreiða í sinni vinnu en mun oftar sjái hann þó fólk sem verður fyrir slysi við það að keyra bíl. „Ef að við viljum draga úr tíðni alvarlegra höfuðáverka á Íslandi væri mun skynsamlegra að mínu mati að setja hjálmaskyldu á þá sem keyra bíla,“ segir Hjalti og bætir við að honum þætti í rauninni eðlilegra að sjá bílstjóra nota hjálma en hjólreiðamenn. Heilbrigðismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. 3. júní 2019 19:15 Gísli Marteinn deilir við lögreglu um „byltingu gegn hjólreiðum“ Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að "gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. 2. ágúst 2018 16:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. Þetta kom fram í viðtali við Hjalta í Reykjavík síðdegis í gær. Hjalti þekkir vel til í þessum efnum verandi bráðalæknir. Hann segir tilfelli þar sem hjólreiðamenn slasast ekki vera algeng en þau færist þó í aukana eftir því sem fleiri taki upp hjólreiðar. „Þetta kemur fyrir og eftir því sem fleiri hjóla þá er það eins og með hlaup eða fjallgöngur eða annað sem fólk tekur sér fyrir hendur að það geta orðið slys,“ segir Hjalti en bætir við að þetta sé alls ekki mikið vandamál. Áhrif hjálmanotkunar séu líkt og áður sagði þó minni en fólk haldi. „Það er alveg ljóst að hjálmar virðast draga örlítið úr tíðni höfuðáverka ef fólk dettur af hjólum. Þessi áhrif eru samt miklu minni en fólk heldur almennt séð því hjálmurinn veitir alls ekkert örugga vörn og þær vísindarannsóknir sem hafa verið gerðar benda til þess að gagnsemi hjálma við hjólreiðar sé minniháttar við að draga úr höfuðáverkum,“ segir Hjalti. „Hjálmleysi hjólareiðamanna á Íslandi er ekki vandamál.“Hjalti segir fólk almennt ofmeta áhrif hjálma. Það sé þó mikilvægt að brýna fyrir börnum að nota hjálma enda séu þau viðkvæmari fyrir höfuðmeiðslum.Vísir/GettyOf langt gengið að skylda eldri en fimmtán ára til hjálmanotkunar Nú á dögunum fjallaði Vísir um frumvarp til nýrra umferðarlaga en í þeim er lagt til að gera notkun hjálma að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára og var frumvarpið meðal annars gagnrýnt af Landsamtökum hjólreiðamanna.Sjá einnig: Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Hjalti segir það mikilvægara fyrir börn yngri en fimmtán ára að nota hjálma en fullorðna. Bæði hafa þau ekki sömu öryggistilfinningu og fullorðnir í umferðinni og þá eru þau viðkvæmari fyrir höfuðmeiðslum. Því sé skynsamlegt að hafa hjálmaskyldu hjá yngstu börnum. „Ég held að þau mörk sem hafa verið við fimmtán ára aldur hafi verið skynsamleg. Eftir það er þetta orðið sjálfráða fólk að miklu leyti, praktískt séð, þó það sé ekki lögfræðilega. Mér finnst alltof langt gengið að gera það að skyldu að setja hjálma á alla sem eru eldri en fimmtán ára,“ sagði Hjalti. Hann segir mikilvægt að horfa á hlutina í stóru samhengi. Það sé sannað að hjálmanotkun dragi örlítið úr höfuðáverkum ef til þess kemur en á móti komi sú staðreynd að 90% hjólreiðamanna noti hjálma og það sé brýnt að hvetja fólk til þess að nota hjól sem samgöngumáta frekar en að fæla það frá því.Hjalti segir algengustu ástæðu þess að hjólreiðamenn slasist ekki vera gáleysi þeirra sjálfra heldur gáleysi ökumanna sem aka á þá.Vísir/Getty„Við erum bókstaflega að eyðileggja lífríki manna með akstri“ „Vandamálið er að yfir 90% fólks ferðast á milli staða með bílum og það er bara einfaldlega eitthvað sem gengur ekki upp,“ segir Hjalti og tekur undir sjónarmið formanns Landsamtaka hjólreiðamanna. Mannfólkið sé að eyðileggja lífríki manna með því að ferðast á bílum. Hann bendir á að í löndum þar sem hjálmaskylda hafi verið innleidd hafi slík mál verið afgreidd með þrýstingi frá samtökum bílaeigenda og olíuframleiðenda sem vilji mála hjólreiðar upp sem hættulegan ferðamáta. „Íslendingar eru almennt séð ekki að verða fyrir heilsutjóni af völdum hjólreiða eða höfuðhögga en á hverjum degi verður fólk fyrir verulegu heilsutjóni af völdum mengunar. Það má líka benda á að helsta ástæða slysa hjólreiðamanna eru ekki hjólreiðamenn heldur ökumenn á bílum sem aka á hjólreiðamenn.“ Hann segist reglulega sjá fólk sem slasast hefur af völdum hjólreiða í sinni vinnu en mun oftar sjái hann þó fólk sem verður fyrir slysi við það að keyra bíl. „Ef að við viljum draga úr tíðni alvarlegra höfuðáverka á Íslandi væri mun skynsamlegra að mínu mati að setja hjálmaskyldu á þá sem keyra bíla,“ segir Hjalti og bætir við að honum þætti í rauninni eðlilegra að sjá bílstjóra nota hjálma en hjólreiðamenn.
Heilbrigðismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. 3. júní 2019 19:15 Gísli Marteinn deilir við lögreglu um „byltingu gegn hjólreiðum“ Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að "gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. 2. ágúst 2018 16:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. 3. júní 2019 19:15
Gísli Marteinn deilir við lögreglu um „byltingu gegn hjólreiðum“ Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að "gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. 2. ágúst 2018 16:30