Erlent

NASA mun leyfa almennum borgurum að ferðast til Alþjóða geimstöðvarinnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
VÍSIR/SPACEX
Nasa mun leyfa almennum borgurum að ferðast til Alþjóða geimstöðvarinnar frá og með árinu 2020. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News.



Geimrannsóknarstofnun Bandaríkjanna sagði að þær geimferðir muni vara í 30 daga og þær sem munu fara inn í sporbraut jarðarinnar muni framkvæma störf sem „falla inn í samþykktar verslunar- og markaðs athafnir.“

Nóttin mun kosta 4,3 milljónir íslenskra króna samkvæmt bandarískum fréttamiðlum.

Ef aðsóknin verður nógu mikil munu tvær einkaferðir vera farnar á ári, segir NASA.

Geimferðalangarnir munu ferðast í bandarískum geimflaugum og munu þurfa að uppfylla heilsufarskröfur stofnunarinnar.

Fréttin var uppfærð kl. 15:41

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×