Sneru dómi vegna deilna Smáralindar og Norðurturnsins um bílastæði Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 16:44 Norðurturninn hafði að lokum betur gegn Smáralind og Kópavogsbæ í þessu máli. Vísir/Hanna Landsréttur hefur snúið héraðsdómi í máli þar sem eigendur Norðurturnsins deildu við eigendur Smáralindar og Kópavogsbæ um samnýtingu bílastæða, fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt við byggingarnar í Kópavogi. Héraðsdómur Reykjaness hafði vísað kröfum eigenda Norðurturnsins frá dómi og dæmt þá til að greiða eigendum Smáralindar og Kópavogsbæ, hvorum um sig, þrjár milljónir króna í málskostnað. Eigendur Norðurturnsins höfðu krafist viðurkenningar á því að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5, frá árinu 2008, hvíldu kvaðir á lóðunum um samnýtingu bílastæða, samnýtingu fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt og að sú kvöð veitti eigendum Norðurturnsins, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1, þar sem verslunarmiðstöðin Smáralind stendur. Í dómi Landsréttar kom fram að sala á hluta lóðar forvera Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. árið 2007, að Hagasmára 1, hefði verið háð þeirri forsendu að Kópavogsbær samþykkti að lóðin yrði skilin frá lóðinni að Hagasmára 1 og að hún yrði skráð sem sérstök eign. Það hefði Kópavogsbær gert með útgáfu áðurgreinds stofnskjals frá árinu 2008. Var stofnskjalinu þinglýst á Hagasmára 1, eign Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., og þar tilgreint að nára tiltekið mæliblað væri hluti stofnskjalsins. Á mæliblaðinu kæmu fram þær kvaðir sem dómkrafa eigenda Norðurturnsins lyti að. Mat Landsréttar var því að það hefði verið hluti hins breytta stofnskjals, vegna lóðanna að Hagasmára 1, 3 og 5, að umþrættar kvaðir hvíldu á lóðunum Hagasmára 1 og 3. Þá bæru þinglýsingarbætur þetta með sér. Jafnframt hefði Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. ekki getað verið grandlaust um þessar kvaðir. Að auki kæmu fram samningsatriði í lóðarleigusamningi um lóðina Hagasmára 3 sem bentu til þess að ætlun þeirra hefði verið að kvöðin um samnýtingu bílastæða væri gagnkvæm. Voru endanlegar dómkröfur eigenda Norðurturnsins því teknar til greina og Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. og Kópavogsbær dæmd til að greiða Norðurturninum ehf. óskipt samtals fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og Landsrétti. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Landsréttur hefur snúið héraðsdómi í máli þar sem eigendur Norðurturnsins deildu við eigendur Smáralindar og Kópavogsbæ um samnýtingu bílastæða, fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt við byggingarnar í Kópavogi. Héraðsdómur Reykjaness hafði vísað kröfum eigenda Norðurturnsins frá dómi og dæmt þá til að greiða eigendum Smáralindar og Kópavogsbæ, hvorum um sig, þrjár milljónir króna í málskostnað. Eigendur Norðurturnsins höfðu krafist viðurkenningar á því að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5, frá árinu 2008, hvíldu kvaðir á lóðunum um samnýtingu bílastæða, samnýtingu fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt og að sú kvöð veitti eigendum Norðurturnsins, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1, þar sem verslunarmiðstöðin Smáralind stendur. Í dómi Landsréttar kom fram að sala á hluta lóðar forvera Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. árið 2007, að Hagasmára 1, hefði verið háð þeirri forsendu að Kópavogsbær samþykkti að lóðin yrði skilin frá lóðinni að Hagasmára 1 og að hún yrði skráð sem sérstök eign. Það hefði Kópavogsbær gert með útgáfu áðurgreinds stofnskjals frá árinu 2008. Var stofnskjalinu þinglýst á Hagasmára 1, eign Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., og þar tilgreint að nára tiltekið mæliblað væri hluti stofnskjalsins. Á mæliblaðinu kæmu fram þær kvaðir sem dómkrafa eigenda Norðurturnsins lyti að. Mat Landsréttar var því að það hefði verið hluti hins breytta stofnskjals, vegna lóðanna að Hagasmára 1, 3 og 5, að umþrættar kvaðir hvíldu á lóðunum Hagasmára 1 og 3. Þá bæru þinglýsingarbætur þetta með sér. Jafnframt hefði Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. ekki getað verið grandlaust um þessar kvaðir. Að auki kæmu fram samningsatriði í lóðarleigusamningi um lóðina Hagasmára 3 sem bentu til þess að ætlun þeirra hefði verið að kvöðin um samnýtingu bílastæða væri gagnkvæm. Voru endanlegar dómkröfur eigenda Norðurturnsins því teknar til greina og Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. og Kópavogsbær dæmd til að greiða Norðurturninum ehf. óskipt samtals fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og Landsrétti.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira