Enski boltinn

Hazard sá fimmti frá aldamótum sem yfirgefur Chelsea fyrir Real Madrid

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hazard eftir að hafa unnið Evrópudeildina með Chelsea.
Hazard eftir að hafa unnið Evrópudeildina með Chelsea. vísir/getty
Hazard sá fimmti frá aldamótum sem yfirgefur Chelsea fyrir Real Madrid

Real Madrid hefur verið duglegt að kaupa leikmenn frá Chelsea frá aldamótum en Eden Hazard er enn einn leikmaðurinn sem fer til Spánar frá Chelsea.

Tilkynnt var um komu Hazard í gærkvöldi en mikið hefur verið rætt og ritað um að Belginn væri á leiðinni til spænsku höfuðborgarinnar. Það var loks staðfest í gær en verðmiðinn er talinn kringum hundrað milljónir evra.







Hazard er fimmti leikmaðurinn sem yfirgefur raðir Chelsea til þess að fara til Spánar en hinir eru Thibaut Courtois, Michael Essien, Richardo Carvalho og Arjen Robben.

Essien var sá eini sem var lánaður til Spánar en síðasti leikmaðurinn sem skipti var Courtois er hann gekk í raðir Real á síðasta ári. Belgarnir, Hazard og Courtois, eru nú sameinaðir á ný.








Tengdar fréttir

Hazard orðinn leikmaður Real Madrid

Eden Hazard er orðinn leikmaður Real Madrid, spænska stórveldið tilkynnti um komu belgíska landsliðsmannsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×