Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2019 10:49 Samuel Little afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu. Vísir/AP Raðmorðingi sem hefur viðurkennt að hafa skilið eftir sig slóð dauðra kvenna um áratugaskeið í fjölda ríkja Bandaríkjanna hefur nú verið tengdur við rúmlega 60 dauðsföll. Raðmorðinginn heitir Samuel Little en hann afplánar í dag lífstíðardóm fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Hann er orðinn 79 ára gamall og við slæma heilsu og hefur reynst samstarfsfús í garð rannsakenda undanfarið. Rannsakendur óupplýstra sakamála hafa leitað til hans upp á síðkastið og reynt að hafa hraðar hendur sökum heilsu hans en Little er sagður einn afkastamesti raðmorðinginn í sögu Bandaríkjanna. Þetta héldu bandarísk yfirvöld fram þegar hann hafði verið tengdur við 36 dauðsföll. Little vill meina að morðæði sitt hafi náð yfir 35 ára tímabili, frá 1970 til 2005.Vill að fórnarlömbin finnist Héraðssaksóknari í Ectons-sýslu, Bobby Bland, segir Little ekki komast lengra með sín mál í réttarkerfinu sem hafi orðið til þess að hann fór að reynast rannsakendum samstarfsfús. „Á þessum tímapunkti í lífi hans er hann staðráðinn í að láta finna lík fórnarlamba sinna,“ sagði Bland. Á meðal þeirra sem rannsakenda sem ræddu við hann voru rannsakendur frá Ohio-ríki, þar sem Little ólst upp, en hann er sakaður um að hafa myrt í það minnsta fimm konur þar. Little var sakfelldur fyrir morð á þremur konum á Los Angeles-svæðinu en hann játaði einnig að hafa myrt konu í Texas-ríki. Hann afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu ríkisfangelsinu. Hann heldur því fram að hann hafi myrt 93 konur á för sinni um Bandaríkin.Þegar réttað var yfir Little í Los Angeles árið 2014 töldu saksóknarar líkur á að hann bæri ábyrgð á í það minnsta dauða fjörutíu manneskja frá árinu 1980. Á þeim tíma tengdu yfirvöld Little við dauða fólks í ríkjunum Flórída, Georgia, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Ohio og Texas.Lögreglumaður vann sér inn traust hans Little reyndist þó ekki samstarfsfús á þeim tíma en Bland þakkaði lögreglumanninum James Holland, frá Texas, fyrir að ávinna sér traust Little og ná úr honum fjölda játninga. Holland ferðaðist til Kaliforníu í fyrra til að ræða við Little um óupplýst sakamál í Texas. Það leiddi til þess að Little var framseldur til Texas þar sem hann gekkst við því að hafa kyrkt Denise Christie Brothers í borginni Odessa í desember árið 1994. Þeir héldu áfram að tala saman, Holland og Little, eftir að Little var sendur aftur til ríkisfangelsisins í Kaliforníu en Holland er sá sem heldur því að Little beri ábyrgð á dauða 93 manneskja.Ekkert reynst rangt Upplýsingarnar frá Holland voru senda til rannsakenda víða um Bandaríkin sem varð til þess að leiðir þeirra allra lágu til Little í Kaliforníu. Bland sagði að fórnarlömb Little hefðu oftast kafnað eða verið kyrkt. Í mörgum tilvika voru ekki sýnilegir áverkar sem varð til þess að rannsakendur töldu að dauði þeirra hefði ekki borið að með saknæmum hætti. „Hann hefur ekki enn veitt villandi upplýsingar. Það hefur ekkert reynst rangt,“ sagði Bland á blaðamannafundi í gær. Gary Ridgway, sem var kallaður Green River Killer, játaði að hafa myrt 49 konur og stúlkur, sem gerði hann að einum hryllilegasta raðmorðingja sögunnar, en hann hélt því sjálfur fram að fórnarlömb hans væru 71. Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Raðmorðingi sem hefur viðurkennt að hafa skilið eftir sig slóð dauðra kvenna um áratugaskeið í fjölda ríkja Bandaríkjanna hefur nú verið tengdur við rúmlega 60 dauðsföll. Raðmorðinginn heitir Samuel Little en hann afplánar í dag lífstíðardóm fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Hann er orðinn 79 ára gamall og við slæma heilsu og hefur reynst samstarfsfús í garð rannsakenda undanfarið. Rannsakendur óupplýstra sakamála hafa leitað til hans upp á síðkastið og reynt að hafa hraðar hendur sökum heilsu hans en Little er sagður einn afkastamesti raðmorðinginn í sögu Bandaríkjanna. Þetta héldu bandarísk yfirvöld fram þegar hann hafði verið tengdur við 36 dauðsföll. Little vill meina að morðæði sitt hafi náð yfir 35 ára tímabili, frá 1970 til 2005.Vill að fórnarlömbin finnist Héraðssaksóknari í Ectons-sýslu, Bobby Bland, segir Little ekki komast lengra með sín mál í réttarkerfinu sem hafi orðið til þess að hann fór að reynast rannsakendum samstarfsfús. „Á þessum tímapunkti í lífi hans er hann staðráðinn í að láta finna lík fórnarlamba sinna,“ sagði Bland. Á meðal þeirra sem rannsakenda sem ræddu við hann voru rannsakendur frá Ohio-ríki, þar sem Little ólst upp, en hann er sakaður um að hafa myrt í það minnsta fimm konur þar. Little var sakfelldur fyrir morð á þremur konum á Los Angeles-svæðinu en hann játaði einnig að hafa myrt konu í Texas-ríki. Hann afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu ríkisfangelsinu. Hann heldur því fram að hann hafi myrt 93 konur á för sinni um Bandaríkin.Þegar réttað var yfir Little í Los Angeles árið 2014 töldu saksóknarar líkur á að hann bæri ábyrgð á í það minnsta dauða fjörutíu manneskja frá árinu 1980. Á þeim tíma tengdu yfirvöld Little við dauða fólks í ríkjunum Flórída, Georgia, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Ohio og Texas.Lögreglumaður vann sér inn traust hans Little reyndist þó ekki samstarfsfús á þeim tíma en Bland þakkaði lögreglumanninum James Holland, frá Texas, fyrir að ávinna sér traust Little og ná úr honum fjölda játninga. Holland ferðaðist til Kaliforníu í fyrra til að ræða við Little um óupplýst sakamál í Texas. Það leiddi til þess að Little var framseldur til Texas þar sem hann gekkst við því að hafa kyrkt Denise Christie Brothers í borginni Odessa í desember árið 1994. Þeir héldu áfram að tala saman, Holland og Little, eftir að Little var sendur aftur til ríkisfangelsisins í Kaliforníu en Holland er sá sem heldur því að Little beri ábyrgð á dauða 93 manneskja.Ekkert reynst rangt Upplýsingarnar frá Holland voru senda til rannsakenda víða um Bandaríkin sem varð til þess að leiðir þeirra allra lágu til Little í Kaliforníu. Bland sagði að fórnarlömb Little hefðu oftast kafnað eða verið kyrkt. Í mörgum tilvika voru ekki sýnilegir áverkar sem varð til þess að rannsakendur töldu að dauði þeirra hefði ekki borið að með saknæmum hætti. „Hann hefur ekki enn veitt villandi upplýsingar. Það hefur ekkert reynst rangt,“ sagði Bland á blaðamannafundi í gær. Gary Ridgway, sem var kallaður Green River Killer, játaði að hafa myrt 49 konur og stúlkur, sem gerði hann að einum hryllilegasta raðmorðingja sögunnar, en hann hélt því sjálfur fram að fórnarlömb hans væru 71.
Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira