Innlent

Einn af gírókoptunum óökuhæfur eftir misheppnaða lendingu

Birgir Olgeirsson skrifar
Gírókoptinn fór alveg á hliðina eftir misheppanða lendingu.
Gírókoptinn fór alveg á hliðina eftir misheppanða lendingu. Aðsend
Einn af gírokoptunum þremur, sem hafa verið á för um landið, er óökuhæfur eftir að honum hlekktist á við lendingu á Þingvöllum í gær. 

Tveir voru í gírokoptinum, eða fis þyrlunni, þegar óhappið átti sér stað en flugmaðurinn varð var við vélartruflun og ákvað því að lenda vélinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi feykti vindhviða þyrlunni á hliðinni rétt áður en hún snerti jörðina en engan sakaði. Var ætlun flugmannsins að lenda þyrlunni á sveitavegi þar sem er lítil umferð.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur slysið til rannsóknar ásamt lögreglunni á Suðurlandi.

Gírókoptar eru farartæki sem bæði eru ökutæki og loftfar og hafa vakið mikla athygli vegfarenda á Íslandi undanfarna daga.





Aðsend
Farartækin er hafa bæði flugnúmer sem og skráningarmerki ökutækja.

Eru þau bæði knúin rafmagni og eldsneyti. Þegar tekið er á loft er mótorinn bensínknúinn en þegar ekið er af stað eru tækin knúin rafmagni. Drægni farartækisins er um 20 til 25 kílómetra. 

Hópurinn sem er á þessum farartækjum er frá Tékklandi og vill skoða landið með öðrum og nýstárlegum hætti. 

Hópurinn kom hingað til lands með Norrænu og hefur skipst á að aka um vegi landsins og þess á milli stytt sér leið til þess að skoða náttúru Íslands.

Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 af þessum óvenjulegu farartækjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×