Enski boltinn

Bakayoko vill vera hjá Chelsea

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tiemoue Bakayoko
Tiemoue Bakayoko

Franski miðjumaðurinn Tiemoue Bakayoko sér framtíð sína hjá Chelsea en hann varði síðustu leiktíð sem lánsmaður hjá AC Milan þar sem hann stóð sig vel eftir erfiða byrjun.

Abdoulaye Bakayoko, bróðir Tiemoue og umboðsmaður, segir viðræður við Chelsea vera í forgangi.

„Chelsea verður með í Meistaradeild Evrópu og við erum að horfa til þess að ná stöðugleika. Tiemoue vill vera hjá Chelsea,“ segir bróðirinn.

Ætla má að töluverðar breytingar verði hjá Chelsea í sumar en skærasta stjarna liðsins undanfarin ár, Eden Hazard, er genginn til liðs við Real Madrid á meðan helsta vonarstjarna Bandaríkjanna, Christian Pulisic, er kominn til Chelsea frá Borussia Dortmund.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.