Engin tölfræði til um tengsl símnotkunar og umferðarslysa hér á landi Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2019 11:12 Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir/ÞÞ Íslensk stjórnvöld hafa enga tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa hér á landi og ekkert er fjallað um símnotkun í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018. Ástæðan er sú að þessar upplýsingar eru aldrei skráðar af lögreglu nema ökumenn veiti þær sjálfir. Í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018 er ekki einu orði minnst á síma, snjallsíma eða símtækjanotkun og því er enga tölfræði að finna í skýrslunni um tengsl umferðarslysa og símtækjanotkunar. „Ástæðan er einfaldlega sú að Samgöngustofa skráir umferðarslys samkvæmt skýrslum frá lögreglu og lögregla skráir ekki notkun símtækja nema ökumaðurinn beinlínis játi það á staðnum. Þannig að ef að skráningin væri fyrir hendi, því þetta er vanskráð, þá væru þær tölur mjög villandi fyrir raunveruleikann,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þetta þýðir í reynd að íslensk stjórnvöld hafa enga nákvæma tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa. Fólk þarf hins vegar ekki að velkjast í vafa um að þessi tengsl eru til staðar. Sérstaklega eftir að snjallsímar urðu ráðandi. Samgöngustofa styðst við erlendar rannsóknir. Þórhildur segir að orsakasambandið sé skýrt samkvæmt þeim. Í Bandaríkjunum er farsíminn til dæmis skráður fjórði algengasti orsakavaldur umferðarslysa þar í landi. Þótt engin tölfræði sé til hefur Samgöngustofa vísbendingar, úr viðhorfskönnunum meðal ökumanna, um að símtækjanotkun undir stýri sé allt of algeng. „Góðu fréttirnar eru þær að á milli ára er hegðun fólks engu að síður að batna. Það er að draga úr þeim fjölda sem segist nota þessi tæki undir stýri og það er auðvitað góður árangur af allri þeirri umfjöllun sem hefur verið í gangi um skaðsemina,“ segir Þórhildur Elín. Umferðaröryggi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa enga tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa hér á landi og ekkert er fjallað um símnotkun í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018. Ástæðan er sú að þessar upplýsingar eru aldrei skráðar af lögreglu nema ökumenn veiti þær sjálfir. Í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018 er ekki einu orði minnst á síma, snjallsíma eða símtækjanotkun og því er enga tölfræði að finna í skýrslunni um tengsl umferðarslysa og símtækjanotkunar. „Ástæðan er einfaldlega sú að Samgöngustofa skráir umferðarslys samkvæmt skýrslum frá lögreglu og lögregla skráir ekki notkun símtækja nema ökumaðurinn beinlínis játi það á staðnum. Þannig að ef að skráningin væri fyrir hendi, því þetta er vanskráð, þá væru þær tölur mjög villandi fyrir raunveruleikann,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þetta þýðir í reynd að íslensk stjórnvöld hafa enga nákvæma tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa. Fólk þarf hins vegar ekki að velkjast í vafa um að þessi tengsl eru til staðar. Sérstaklega eftir að snjallsímar urðu ráðandi. Samgöngustofa styðst við erlendar rannsóknir. Þórhildur segir að orsakasambandið sé skýrt samkvæmt þeim. Í Bandaríkjunum er farsíminn til dæmis skráður fjórði algengasti orsakavaldur umferðarslysa þar í landi. Þótt engin tölfræði sé til hefur Samgöngustofa vísbendingar, úr viðhorfskönnunum meðal ökumanna, um að símtækjanotkun undir stýri sé allt of algeng. „Góðu fréttirnar eru þær að á milli ára er hegðun fólks engu að síður að batna. Það er að draga úr þeim fjölda sem segist nota þessi tæki undir stýri og það er auðvitað góður árangur af allri þeirri umfjöllun sem hefur verið í gangi um skaðsemina,“ segir Þórhildur Elín.
Umferðaröryggi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira