Umgengni í höfninni í Eyjum til skammar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. maí 2019 08:00 Síðast á föstudag lak gasolía í Vestmannaeyjahöfn þegar verið var að dæla á milli tanka. Hafnarstjóri vill vandvirkni. Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson „Við erum að reyna að brýna fyrir mönnum að vanda sig betur. Þess vegna ákváðum við að hafa þessa bókun svolítið harðorða“ segir Ólafur Þór Snorrason, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, um bókun um slæma umgengni um höfnina. „Ljóst er að umgengni um höfnina er að mörgu leyti til skammar og að ákveðin vitundarvakning þarf að eiga sér stað hjá notendum hennar,“ segir í bókun framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja sem samþykkti á þriðjudag að láta skoða kostnað við að koma upp eftirlitmyndavélakerfi til að fylgjast með umgengni við höfnina. Ólafur hafnarstjóri segir mengunarslysin oftast óviljaverk. „Við höfum lent í óhöppum hér og erum að reyna að höfða til manna að passa sig betur. Þetta eru yfirleitt óhöpp,“ segir hann. Tilvikin sem um ræðir snúast fyrst og fremst um úrgang úr lestum skipa, eftir að afla hefur verið skipað í land, og olíu sem fer í höfnina. „Við lentum í því að fá smá olíu á föstudaginn. Það voru mannleg mistök,“ segir hafnarstjórinn. Þar hafi gasolía lekið í höfnina þegar verið var að dæla á milli tanka í skipinu. Magnið hafi ekki verið mikið. „En það verður leiðinda filma af þessu og vinna að þrífa þetta upp.“ Snorri segir verst að fá grút og fitu í höfnina. „Það er svo mikil sjónmengun að fitunni og kostnaður við að hreinsa þetta upp,“ segir . Framkvæmda- og hafnarráðið ræddi tiltæk úrræði þegar mengunarslys verður í Vestmannaeyjahöfn. Ákveðið var að uppfæra mengunarvarnaáætlun hafnarinnar „með tilliti til breyttra aðstæðna og tíðrar mengunar undanfarið og sjá til þess að fullnægjandi búnaður sé fyrir hendi“. Að sögn Snorra hefur menguninni stundum nánast verið mokað upp með færibandi sem komið er fyrir að báti. Höfnin sé svo lokuð að mengunin safnist í hornin og verði mjög áberandi fyrir vikið. „Það aftur á móti gerir okkur auðveldara að þrífa upp. Svo erum við með dælu líka, svokallaðan fleyti, til að taka olíu sem flýtur ofan á,“ segir hafnarstjórinn í Vestmannaeyjum. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
„Við erum að reyna að brýna fyrir mönnum að vanda sig betur. Þess vegna ákváðum við að hafa þessa bókun svolítið harðorða“ segir Ólafur Þór Snorrason, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, um bókun um slæma umgengni um höfnina. „Ljóst er að umgengni um höfnina er að mörgu leyti til skammar og að ákveðin vitundarvakning þarf að eiga sér stað hjá notendum hennar,“ segir í bókun framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja sem samþykkti á þriðjudag að láta skoða kostnað við að koma upp eftirlitmyndavélakerfi til að fylgjast með umgengni við höfnina. Ólafur hafnarstjóri segir mengunarslysin oftast óviljaverk. „Við höfum lent í óhöppum hér og erum að reyna að höfða til manna að passa sig betur. Þetta eru yfirleitt óhöpp,“ segir hann. Tilvikin sem um ræðir snúast fyrst og fremst um úrgang úr lestum skipa, eftir að afla hefur verið skipað í land, og olíu sem fer í höfnina. „Við lentum í því að fá smá olíu á föstudaginn. Það voru mannleg mistök,“ segir hafnarstjórinn. Þar hafi gasolía lekið í höfnina þegar verið var að dæla á milli tanka í skipinu. Magnið hafi ekki verið mikið. „En það verður leiðinda filma af þessu og vinna að þrífa þetta upp.“ Snorri segir verst að fá grút og fitu í höfnina. „Það er svo mikil sjónmengun að fitunni og kostnaður við að hreinsa þetta upp,“ segir . Framkvæmda- og hafnarráðið ræddi tiltæk úrræði þegar mengunarslys verður í Vestmannaeyjahöfn. Ákveðið var að uppfæra mengunarvarnaáætlun hafnarinnar „með tilliti til breyttra aðstæðna og tíðrar mengunar undanfarið og sjá til þess að fullnægjandi búnaður sé fyrir hendi“. Að sögn Snorra hefur menguninni stundum nánast verið mokað upp með færibandi sem komið er fyrir að báti. Höfnin sé svo lokuð að mengunin safnist í hornin og verði mjög áberandi fyrir vikið. „Það aftur á móti gerir okkur auðveldara að þrífa upp. Svo erum við með dælu líka, svokallaðan fleyti, til að taka olíu sem flýtur ofan á,“ segir hafnarstjórinn í Vestmannaeyjum.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira