Fótbolti

Tíu Íslendingar í eldlínunni í kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby.
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby. vísir/getty

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn er Bröndby hélt Evrópudraumnum á lífi með sigri á Midtjylland á heimavelli, 4-1.

Bröndby tapaði fyrir Midtjylland í bikarúrslitunum á föstudaginn en náði fram hefndum á heimavelli. Bröndby þarf sigur á OB í lokaumferðinni til þess að komast í umspil um Evrópusæti.

Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård, og Anna Rakel Pétursdóttir, Linköping, gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í kvöld. Liðin eru jöfn í öðru til fjórða sætinu ásamt Vittsjö.

Það var öruggur sigur hjá Íslendingaliðinu Djurgården sem vann 3-0 sigur á Vaxjö. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir spiluðu allan leikinn fyrir Djurgården sem er með sigrinum komið upp í sjötta sætið.

Viðar Örn Kjartansson náði ekki að finna netmöskvana er Hammarby gerði markalaust jafntefli við Gothenburg. Hammarby er í sjötta sætinu.

Guðmundur Þórarinsson er á meiðslalistanum og var því ekki í leikmannahópi Norrköping sem vann 2-0 sigur á Sundsvall. Norrköping er í áttunda sætinu sætinu.

Sömu sögu má segja af Kolbeini Sigþórssyni sem var ekki í leikmannahópi AIK sem vann 2-0 sigur á Falkenbergs en AIK er í þriðja sæti deildarinnar.

Samúel Kári Friðjónsson og félagar í Viking töpuðu 5-1 fyrir Molde á útivelli. Samúel Kári var tekinn af velli á 73. mínútu en Viking er í sjötta sætinu eftir níu leiki.

Í sænsku B-deildinni var Íslendingaslagur þar sem Bjarni Mark Antonsson og félagar í IK Brage unnu 1-0 sigur á Nóa Ólafssyni og félögum í Syrianska. Brage er í þriðja sætinu en Syrianska er á botninum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.