Fótbolti

Tíu Íslendingar í eldlínunni í kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby.
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby. vísir/getty
Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn er Bröndby hélt Evrópudraumnum á lífi með sigri á Midtjylland á heimavelli, 4-1.

Bröndby tapaði fyrir Midtjylland í bikarúrslitunum á föstudaginn en náði fram hefndum á heimavelli. Bröndby þarf sigur á OB í lokaumferðinni til þess að komast í umspil um Evrópusæti.

Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård, og Anna Rakel Pétursdóttir, Linköping, gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í kvöld. Liðin eru jöfn í öðru til fjórða sætinu ásamt Vittsjö.

Það var öruggur sigur hjá Íslendingaliðinu Djurgården sem vann 3-0 sigur á Vaxjö. Guðbjörg Gunnarsdóttir, IngibjörgSigurðardóttir og GuðrúnArnardóttir spiluðu allan leikinn fyrir Djurgården sem er með sigrinum komið upp í sjötta sætið.

ViðarÖrnKjartansson náði ekki að finna netmöskvana er Hammarby gerði markalaust jafntefli við Gothenburg. Hammarby er í sjötta sætinu.

GuðmundurÞórarinsson er á meiðslalistanum og var því ekki í leikmannahópi Norrköping sem vann 2-0 sigur á Sundsvall. Norrköping er í áttunda sætinu sætinu.

Sömu sögu má segja af KolbeiniSigþórssyni sem var ekki í leikmannahópi AIK sem vann 2-0 sigur á Falkenbergs en AIK er í þriðja sæti deildarinnar.

SamúelKári Friðjónsson og félagar í Viking töpuðu 5-1 fyrir Molde á útivelli. Samúel Kári var tekinn af velli á 73. mínútu en Viking er í sjötta sætinu eftir níu leiki.

Í sænsku B-deildinni var Íslendingaslagur þar sem BjarniMarkAntonsson og félagar í IK Brage unnu 1-0 sigur á NóaÓlafssyni og félögum í Syrianska. Brage er í þriðja sætinu en Syrianska er á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×