Fótbolti

Kvennalandsliðið í fótbolta fer til Finnlands í júní

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Metta Jensen í leik með landsliðinu.
Elín Metta Jensen í leik með landsliðinu. Vísir/Getty

Knattspyrnusamband Íslands hefur náð samkomulagi við finnska knattspyrnusambandið um að spila tvo vináttuleiki hjá A-landsliðum kvenna í næsta mánuði.

Báðir leikirnir fara fram í Finnlandi. Fyrri leikurinn verður leikinn 13. júní í Turku og sá síðari fer fram á sjálfan Þjóðhátíðardaginn í Espoo.

Liðin hafa mæst sjö sinnum hjá A-landsliðum kvenna. Ísland hefur unnið tvo leiki, Finnland þrjá og tveir hafa endað með jafntefli.

Liðin mættust síðast 7. maí 2009 og endaði sá leikur með markalausu jafntefli.

Jón Þór Hauksson tók við íslenska landsliðinu í lok síðasta árs og hefur fengið fullt af vináttulandsleikjum á þessu ári.

Íslensku stelpurnar spiluðu vináttuleik við Skota á La Manga í janúar, tóku þátt í Algarve-bikarnum í mars og spiluðu tvo vináttulandsleiki í Suður-Kóreu í apríl.

Íslenska landsliðið er að undirbúa sig fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst í ágúst þegar Ungverjar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.