Enski boltinn

Fyrirliðinn missti næstum því af markinu sem skaut Liverpool í úrslitaleikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henderson mætir í æfingabúðir Liverpool á Spáni.
Henderson mætir í æfingabúðir Liverpool á Spáni. vísir/getty
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, missti nærri því af markinu sem skaut Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.Divock Origi skaut Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar með fjórða marki Liverpool gegn Barcelona en Trent Alexander-Arnold var fljótur að taka hornspyrnu sem Origi skoraði úr.„Ég held að ég hafi verið að tala við einhvern og plana eitthvað fyrir hornið,“ sagði Henderson í samtali við vef UEFA.„Ég snéri mig við og þá sá ég boltann fljúga í markið. Ég vissi ekki alveg hvað gerðist,“ sagði fyrirliðinn sem var þó afar stoltur:„Þetta var ótrúlegt mark að skora í leik sem þessum. Það var frábært fyrir ungan leikmenn að vera svo vakandi og auðvitað Origi að bregaðst svona við.“Henderson segir að þetta þýði mikið fyrir marga hjá félaginu en þó ekki eins mikið og fyrir leikmennina sjálfa.„Þetta þýðir mikið fyrir félagið, stuðningsmennina og alla sem eru viðloðandi félagið en mest fyrir leikmennina,“ sagði Henderson og bætti við að lokum:„Það voru ekki margir sem bjuggust við þessu eftir erfiðan endi á síðasta tímabili. Við vitum hversu góður Tottenham eru svo þetta verður erfiður leikur og við þurfum að vera klárir.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.