Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. maí 2019 16:05 Þau sextán sem skipuð voru dómarar við Landsrétt sumarið 2017. Dómsmálaráðuneytið Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, er á meðal átta umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði til að skipuð yrðu dómarar þvert á niðurstöðu hæfisnefndar. Meðal annarra umsækjenda eru þrír þeirra fjögurra sem Sigríður skipti út af lista hæfisnefndarinnar. Héraðsdómararnir Ástráður Haraldsson og Jón Höskuldsson auk Eiríks Jónssonar prófessors. Friðrik Ólafsson varaþingmaður, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Jónas Jóhannsson lögmaður sækja jafnframt um. Listi yfir umsækjendur var birtur á vefsíðu dómstólaráðuneytisins í dag. Staðan er laus þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað á dögunum að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Þá vekur einnig athygli að þrjú af þeim fjórum sem Sigríður Á. Andersen tók af lista hæfnisnefndar, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér, eru á meðal umsækjenda. Réttaróvissa og svimandi kostnaður Ekki ætti að þurfa að rekja þá sögu alla en málið varð afar umdeilt og reyndi mjög á ríkisstjórnarsamstarfið. Þung orð hafa verið látin falla um afleiðingarnar meðal annars þau að fullkomin réttaróvissa væri ríkjandi á Íslandi í kjölfar alls þessa og stjórnskipuleg krísa. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.FBL/Ernir Þá liggur ekki fyrir hversu mikið málið mun kosta ríkissjóð á endanum ef allt er talið; vegna óvissu réttmæti dómara sem Landsréttur hefur dæmt í, skaðabótakröfu þeirra sem töldu sig hlunnfarna og þeirra Landsréttardómara sem hafa mátt sitja aðgerðarlausir á fullum launum.Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar. Ásmundur og Ragnheiður hafa ekki dæmt í málum í Landsrétti síðan Mannréttindadómstóllinn felldi dóm sinn í mars. Má ætla að þau sæki um vegna óvissunnar um stöðu þeirra við dóminn. Hrókeringar Sigríðar á lista En, það var svo Alþingi sem samþykkti tillögu Sigríðar um sextán dómara við Landsrétt eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Sjá meira
Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, er á meðal átta umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði til að skipuð yrðu dómarar þvert á niðurstöðu hæfisnefndar. Meðal annarra umsækjenda eru þrír þeirra fjögurra sem Sigríður skipti út af lista hæfisnefndarinnar. Héraðsdómararnir Ástráður Haraldsson og Jón Höskuldsson auk Eiríks Jónssonar prófessors. Friðrik Ólafsson varaþingmaður, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Jónas Jóhannsson lögmaður sækja jafnframt um. Listi yfir umsækjendur var birtur á vefsíðu dómstólaráðuneytisins í dag. Staðan er laus þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað á dögunum að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Þá vekur einnig athygli að þrjú af þeim fjórum sem Sigríður Á. Andersen tók af lista hæfnisnefndar, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér, eru á meðal umsækjenda. Réttaróvissa og svimandi kostnaður Ekki ætti að þurfa að rekja þá sögu alla en málið varð afar umdeilt og reyndi mjög á ríkisstjórnarsamstarfið. Þung orð hafa verið látin falla um afleiðingarnar meðal annars þau að fullkomin réttaróvissa væri ríkjandi á Íslandi í kjölfar alls þessa og stjórnskipuleg krísa. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.FBL/Ernir Þá liggur ekki fyrir hversu mikið málið mun kosta ríkissjóð á endanum ef allt er talið; vegna óvissu réttmæti dómara sem Landsréttur hefur dæmt í, skaðabótakröfu þeirra sem töldu sig hlunnfarna og þeirra Landsréttardómara sem hafa mátt sitja aðgerðarlausir á fullum launum.Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar. Ásmundur og Ragnheiður hafa ekki dæmt í málum í Landsrétti síðan Mannréttindadómstóllinn felldi dóm sinn í mars. Má ætla að þau sæki um vegna óvissunnar um stöðu þeirra við dóminn. Hrókeringar Sigríðar á lista En, það var svo Alþingi sem samþykkti tillögu Sigríðar um sextán dómara við Landsrétt eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Sjá meira