Sigríður Andersen stígur til hliðar Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2019 14:58 Sigríður Andersen í dómsmálaráðuneytinu Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen hefur ákveðið að stíga til hliðar sem dómsmálaráðherra. Þetta tilkynnti Sigríður á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneytinu rétt í þessu. Sigríður sagði að persóna hennar kunni að trufla ákvarðanir sem þarf að taka í Landsréttarmálinu og í því ljósi hefur hún ákveðið að stíga til hliðar næstu vikurnar. Hún bjóst við því að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem taldi skipan dómara í Landsrétt brjóta gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu, yrði skotið til Yfirréttar í Strassborg, sér í lagi í ljós harðorðrar gagnrýni tveggja dómara í sérákvæði. Mikilvægt sé að fá niðurstöðu í málið því það geti haft mikið fordæmi fyrir dómstóla um alla Evrópu. Á blaðamannafundinum fór hún yfir sögu Landsréttarmálsins og sagði skipan dómaranna hefði verið metin lögmæt af Hæstarétti þó svo að niðurstaða hans hefði verið að stjórnsýsla hans hafi ekki verið nógu góð. Enginn dómur, hvorki hérlendis eða erlendis, hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir í Landsrétti séu ekki hæfir. Sigríður sagði við fjölmiðlamenn að hún hefði ekki látið Katrínu Jakobsdóttur forsætisáðherra vita af ákvörðuninni fyrir blaðamannfundinn. Þá sagði hún að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði ekki komið nálægt ákvörðuninni, þetta hefði verið hennar ákvörðun. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Sigríður Andersen hefur ákveðið að stíga til hliðar sem dómsmálaráðherra. Þetta tilkynnti Sigríður á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneytinu rétt í þessu. Sigríður sagði að persóna hennar kunni að trufla ákvarðanir sem þarf að taka í Landsréttarmálinu og í því ljósi hefur hún ákveðið að stíga til hliðar næstu vikurnar. Hún bjóst við því að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem taldi skipan dómara í Landsrétt brjóta gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu, yrði skotið til Yfirréttar í Strassborg, sér í lagi í ljós harðorðrar gagnrýni tveggja dómara í sérákvæði. Mikilvægt sé að fá niðurstöðu í málið því það geti haft mikið fordæmi fyrir dómstóla um alla Evrópu. Á blaðamannafundinum fór hún yfir sögu Landsréttarmálsins og sagði skipan dómaranna hefði verið metin lögmæt af Hæstarétti þó svo að niðurstaða hans hefði verið að stjórnsýsla hans hafi ekki verið nógu góð. Enginn dómur, hvorki hérlendis eða erlendis, hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir í Landsrétti séu ekki hæfir. Sigríður sagði við fjölmiðlamenn að hún hefði ekki látið Katrínu Jakobsdóttur forsætisáðherra vita af ákvörðuninni fyrir blaðamannfundinn. Þá sagði hún að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði ekki komið nálægt ákvörðuninni, þetta hefði verið hennar ákvörðun.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22
Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13