Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Sighvatur Jónsson skrifar 20. mars 2019 18:30 Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan.Á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstól Evrópu vegna skipunar dómara við Landsrétt var einna helst talað um hvernig koma mæti millidómsstigi af stað á ný. Rætt var um með hvaða hætti hinir umræddu fjórir dómarar gætu mætt aftur í vinnuna. Dómararnir fjórir eru þeir sem voru skipaðir í Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Aðrir ellefu dómarar Landsréttar sinna dómstörfum á meðan óvissa ríkir um stöðu hinna fjögurra. Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar.vísir/vilhelm Traustari lagastoðir Varaforseti Landsréttar, Davíð Þór Björgvinsson, segir að skjóta þurfi traustari lagastoðum undir fjórmenningana svo þeir geti sinnt störfum sem þeir voru skipaðir til. „Það hafa flogið hugmyndir um það að auglýsa fjórar viðbótarstöður og þeir sem þegar eru skipaðir geti sótt um þær. Það hafa heyrst hugmyndir um að það mætti setja þessa dómara í stöðurnar sem þeir eru skipaðir í og svo framvegis. Þetta er svolítið með himinskautum og það er svolítið langt seilst, í stað þess að freista þess að koma stoðum undir það fólk sem þegar er skipað,“ segir Davíð Þór. Frá málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands í dag.Vísir/Egill Boltinn hjá stjórnvöldum Formaður Dómarafélags Íslands, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, segir að það megi líkja stöðunni við stjórnskipulega krísu. „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa ástandinu öðruvísi.“ Ingibjörg segir það aðeins geta verið tímabundna ráðstöfun að dómararnir fjórir haldi sig til hlés. „Boltinn er hjá stjórnvöldum núna, það þarf að leysa úr þessari flækju. Ég legg áherslu á það að menn hafi í huga að sú lausn sem við komum fram með feli í sér að við endurreisum traust almennings til dómstólanna,“ segir Ingibjörg. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira
Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan.Á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstól Evrópu vegna skipunar dómara við Landsrétt var einna helst talað um hvernig koma mæti millidómsstigi af stað á ný. Rætt var um með hvaða hætti hinir umræddu fjórir dómarar gætu mætt aftur í vinnuna. Dómararnir fjórir eru þeir sem voru skipaðir í Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Aðrir ellefu dómarar Landsréttar sinna dómstörfum á meðan óvissa ríkir um stöðu hinna fjögurra. Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar.vísir/vilhelm Traustari lagastoðir Varaforseti Landsréttar, Davíð Þór Björgvinsson, segir að skjóta þurfi traustari lagastoðum undir fjórmenningana svo þeir geti sinnt störfum sem þeir voru skipaðir til. „Það hafa flogið hugmyndir um það að auglýsa fjórar viðbótarstöður og þeir sem þegar eru skipaðir geti sótt um þær. Það hafa heyrst hugmyndir um að það mætti setja þessa dómara í stöðurnar sem þeir eru skipaðir í og svo framvegis. Þetta er svolítið með himinskautum og það er svolítið langt seilst, í stað þess að freista þess að koma stoðum undir það fólk sem þegar er skipað,“ segir Davíð Þór. Frá málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands í dag.Vísir/Egill Boltinn hjá stjórnvöldum Formaður Dómarafélags Íslands, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, segir að það megi líkja stöðunni við stjórnskipulega krísu. „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa ástandinu öðruvísi.“ Ingibjörg segir það aðeins geta verið tímabundna ráðstöfun að dómararnir fjórir haldi sig til hlés. „Boltinn er hjá stjórnvöldum núna, það þarf að leysa úr þessari flækju. Ég legg áherslu á það að menn hafi í huga að sú lausn sem við komum fram með feli í sér að við endurreisum traust almennings til dómstólanna,“ segir Ingibjörg.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira